Ég er dýrahvíslari

IMG_2788Kvikmyndagerð er fríkað fyrirbæri!  Áðan heyrðist í talstöðinni:

Rödd:  Garún kom inn

Garún:  Já Garún hér

Rödd: Þú átt ketti er það ekki?

Garún: Jú mikið rétt 5 stykki.

Rödd:  Ok getur þú þá komið og hugsað um öndina??

Hvernig aðstoðarleikstjóranum datt í hug að ég væri eitthvað betri en aðrir varðandi endur útaf því að ég á ketti get ég ekki útskýrt.  En á settið fór ég sem sérstakur andarinnar sérfræðingur.  Héðan í frá vil ég vera kölluð Garún Attenborough. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahaha, þú drepur mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.5.2008 kl. 20:04

2 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Gott á meðan þú verður ekki andsetin. Fyrir sumum er enginn munur á fiðri og feldi heyrist mér, en þú tekur þig bara vel út með öndina við hálsinn.

Halldóra Halldórsdóttir, 21.5.2008 kl. 21:19

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Andagæsla Garúnar Attenborougt Góðan dag! ANDA Sérfræðingurinn Garún,  Anda - leik-stjórn-anda-garún andar ekki anda.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 21.5.2008 kl. 22:04

4 Smámynd: Bros

Þú ert hreint út sagt óborganleg Gullin, enn og aftur tekst þér að láta gamla móðursystur þína engjast sundur og saman af hláturskrampa....skil ekki hvernig stendur á því að ég er þó eins upprétt og ég er eftir að hafa verið meira og minna í keng af hlátri í rúm 32 ár...Knús í þitt hús Gullinbrá.

ps...er þetta ekki annars gæs? 

Bros, 21.5.2008 kl. 22:22

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 22.5.2008 kl. 11:48

6 Smámynd: Dagmar

Hahahaha, þú ert snillingur! Ég þarf eiginlega að fá þig í heimsókn og ráðleggja mér hvað ég á að gera með tvær endur sem eru búnar að gera sig heimakomnar í innkeyrslunni hjá mér... frekar krúttlegar nema þegar þær eru búnar að kúka útum allt...

Svo er ég líka með páfagauk með athyglissýki og strokuþörf á háu stigi, spurning með smá Attenbourogh ráðgjöf með hann?

Knús, D

Dagmar, 22.5.2008 kl. 23:10

7 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Garún, ekki STANDA á öndinni!!!!

Kveðja á þig flottust  jómfrú Andenborough.

Einar Örn Einarsson, 23.5.2008 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband