Venjulegar jólagjafir! Hvað þýðir það?

Ég er í vandræðum með jólagjafir.  Aldrei þessu vant!   Allt sem ég ætlaði að kaupa er víst ekki lengur "kúl" og hreinlega ekki við hæfi á þessum krepputímum.   Ég ætlaði að kaupa ferð til tunglsins fyrir mömmu, hafði ákveðið það í byrjun september og var búin að panta og allt.  Núna er víst öll útrás litin hornauga og ég er frekar stressuð yfir því að mamma hreinlega neiti að fara til tunglins vegna aðstæðna á plánetunni.  Síðan var ég búin að plana að fá gítarleikarann í Oasis í tvær vikur til Íslands til að hafa einkakennslu á gítar fyrir bróður minn en svoleiðis bruðl verður örugglega stoppað strax í komusalnum í Leifsstöð.  Handa Þóreyju ætlaði ég að kaupa nýjasta fornleifauppgröftin í Mexico og láta flytja hann hingað yfir á túnið fyrir framan húsið hennar en ég óttast að verða grýtt með steinunum sem fylgja ef ég læt eftir mér þá innrás.   Ég sé mest eftir jólagjöfinni sem ég ætlaði að gefa Thelmu systir, ég var búin að undirbúa farveginn fyrir ættleiðingu á öllum Frostrósarstelpunum og búin að grafa fyrir sökkli á 300 fm gestahúsi á gatnamótunum hjá Thelmu systir.  Vildi að hún vaknaði á hverjum degi við raddaðann söng þessara "barna" minna. 

Þetta var ég búin að plana allt saman en síðan fór Ísland á hausinn og fólk varð bara reitt við svona flottar hugmyndir.   Við erum jú búin að vera í samfélagi þar sem það þótti ekkert merkilegt ef þú fékkst Elton John til að syngja í afmælinu þínu nema ef hann kæmi fljúgandi á gylltum svifdreka yfir hafið í bol sem mamma hans hafði saumað á þig.  Mér finnst erfitt að skipta um gír!  Var orðin vön því að vera milljóna blind og veruleikafirrt gagnvart hlutum sem ég gat gert fyrir peninga og "the sky was the limit" í öllu sem mig langaði að gera.   Allt í einu er fótunum kippt undan mér og á einni nóttu breyttist allt, ég verð núna að fara í bæinn eins og allir aðrir og kaupa leiðinlegar jólagjafir á venjulegu verði.........hundleiðinlegt! 

Ég á síðan afmæli í febrúar og ætli ég þurfi ekki bara að baka köku eins og í gamla daga og afpanta Roxette og Jodie Foster sem ætlaði að vera veislustjóri! 

Já kreppa er hundleiðinlegt fyrirbæri og ég get ekki beðið þangað til allir eru búnir að gleyma henni.

p.s  Hvernig býr maður til jólagjafir sjálfur, hef lesið um það í bókum að fólk átti til að gera það í harðindum!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nexa

Yesss!

Velkomin til blogg-lífsins aftur!

Ég var einmitt að spá í ferð til Tunglsins fyrir mömmu, eftir fall varð það að Tunglinu við Lækjargötu, en hún er ekki alveg á þeirri tónlistar-bylgjulengd og svo er það búið að brenna svo oft...

Vonandi sjáum við fleiri færslur 2009 - Vrolijke Kerstmis

Nexa, 23.12.2008 kl. 13:01

2 identicon

Elsku krúttið.

Auðvitað hefði ég þegið tunglið og þóst vera sátt (maður elskar jú alltaf gjafirnar frá börnunum sínum mannstu eftir öllum kinderegg fylgihlutunum), leiðinlegt hvernig þetta fór allt saman, Willi hefði elskað gítarkennsluna, Þórey hefði unað sér vel í drullunni, en þvílík hefndargjöf til Thelmu allt í lagi með söngin en hugsaðu þér þrifin á gestahúsinu. vává.

kv

mamma

jóna möller (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 14:06

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ég og mín kæra fjölskylda viljum óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þökkum árið sem er að líða.....Jólakveðja

 Linda og Fjölskylda :):):):)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.12.2008 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband