sásemkomfyrsturferáframhinirútíkant umferðin

Ég ætla að taka mér frí í dag!  Enda merkisdagur!  Hægri umferð er 40 ára gömul í dag.  Annars finnst mér þá að dagurinn í gær hafi líka átt að vera merkisdagur því þá hlýtur að vera 40 ár síðan vinstri umferð var síðast.  Síðan er það mín skoðun að morgundagurinn eigi að vera frídagur einnig þar sem klárlega það er annar í hægri umferð. 

Ég fæ alltaf svona aumingjahroll þegar það er verið að gefa einhverjum dögum tengingu við atburði eða hluti.  T.d dagur bókarinnar, bókin hefur ekki hugmynd af öllum þeim hátíðarhöldum sem brjótast út á þeim degi og allt verður vitlaust um allt land.  Landinn rífur bækur úr hillum og sleppir sér í stjórnlausri gleði uppá þökum og úti á götum vegna þess að það er dagur bókarinnar! 

Í fyrra var mér þó allri lokið.  Á öllum strætóskýlum voru plaköt sem kynntu með stolti að "Samgönguvikan" væri að fara að byrja!  Ég bilaðist úr spenningi.  Svaf ekkert í marga daga á undann og reyndi að kynna mér það sem var í boði vegna þessa.   Tveim dögum fyrir Samgönguvikuna var heilssíða í mogganum sem kynnti rækilega fyrir mér hvað væri í boði þessa viku og við lesturinn ákvað ég að taka mér frí þessa viku til að geta hellt mér úti samgönguvikuna af einlægni.   Það sem var í boði voru fyrirlestrar, stætóferðir, kynningar á framtíðarlausnum í vegagerð og ágrip af samgöngum fyrri tíma.   Þetta hljómaði svo spennandi að ég hringdi í BROS BOLI og lét gera bol fyrir mig sem á stóð "vegir liggja til allra átta".  

Uppáhalds fyrirlesturinn minn var um bundið slitlag og misjafna áferð þess á norðurlöndunum, en svo kom reyndar sterkt inní annað sætið fyrirlesturinn um sement og fólk sem var hádramatískur upplestur og ég stóð sjálfa mig aðþví að tárast við hlustun.  Það var svaka gaman í stætó þessa vikuna þar sem djúpur undirtónn samgönguvikunnar myndaði ákveðna stemningu frá Lækjatorgi að Hlemmi og ég sat stolt í rifnu sæti fyrir aftan sofandi ungling hugsandi stöðugt um samgöngur.  

Nú vona ég að hann frændi minn samgönguráðherra ákveði að hafa ekki bara samgönguviku heldur samgöngu áratug þar sem farið verður að nota alla þessar góðu hugmyndir um bundið slitlag og öryggi í umferðinni á t.d vestfirði og aðra vegi útá landsbyggðinni.  Það má alveg sleppa öllum gjörningum fyrir framan sjávarútvegsráðuneytið og fara bara beint í það að tvöfalda hringveginn og já hreinlega bara að klára að leggja hann.   Það nefnilega skiptir ekki máli hvort það sé hægri eða vinstri umferð á hringveginum því á mörgum stöðum er bara pláss fyrir eina umferð og hún er sásemkomfyrsturferáframhinirútíkant umferðin. 

Hvað ætli margir frá Vopnafirði komist í hátíðarhöldin niðrí miðbæ Reykjavíkur af tilefni þessa dags????  Enginn!   Vegurinn þar er ónýtur nefnilega.. 


mbl.is Hægri umferð 40 ára gömul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú hreinlega drepur mig einn daginn (úr hlátri) morðinginn þinn.

Arg!

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.5.2008 kl. 11:04

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 26.5.2008 kl. 11:50

3 Smámynd: M

M, 26.5.2008 kl. 12:48

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

!!!!

Nýturðu ekki dagsins vel, ekki vissi ég að hægri umferð væri 40 ára..

Ég spyr bara eins og kjáni, hvenær verður haldið upp á það þegar maður verður einum deginum eldri?

Róslín A. Valdemarsdóttir, 26.5.2008 kl. 13:54

5 identicon

Æi, Garún mín... samgönguvika !!  Maður verður bara hreint ekki eldri, get ég sagt þér.

Já, ég verð að viðurkenna að oft hefur mér þótt undarlegt að tala um samgönguviku -- svona "as opposed"
to allar hinar vikurnar þegar allir eru bara fótgangandi eða á hjóli.

Ég held að væri nú nær að fara að tala um umhverfisviku samt.

En það er nú bara ég.

Haltu áfram, Garún mín, að færa okkar vel kómískar ahugasemdir á hvers dags lífið
og benda okkur á fáránleikann og hræsnina sem umlykur líf okkar.

"It´s funny - because it´s true"

Endilega farðu svo að  heimsækja okkur.  Börnin sakna þess að sjá ekki aldrei stuðpúðann hana Garúnu!

Magga Jóna (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 13:57

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mitt mottó á samgönguvikunni var: KEMST ÉG HEIL HEIM ?!?! Og er reyndar ennþá mitt mottó alla daga sem ég fer út í umferðina, þá spyr ég mig: - "Kemst ég heil heim"?

Í gær var svo haldinn "DAGUR BARNSINS" í fyrsta sinn, á Íslandi. - Það var heldur hljótt um hann. - Enda eins gott að börnin frétti ekki af þessum degi, ætli þau færu þá ekki bara að gera kröfur. -

Nema að börnin séu svo yfir sig gáttuð af hamingju, að þau megi vart mæla, allavega heyrðist ekki múkk frá þeim, í gær.  Né var sýnt frá fögnuði þeirra, yfir eigin degi, þar sem þau gætu átt von á að sjá foreldra sína, við rúmstokkinn, að bjóða sér góða nótt.

  Þau færu náttúrulega strax að gera kröfur - Kannski mundu þau heimta dag, þar sem foreldrar fengju frí á fullum launum til að geta verið heima og lesið fyrir börnin sín, sungið og dansað. - eða bara verið saman.

Eitt er víst að ekki geta foreldrar leyft sér að vera heima á neinum öðrum frídögum sem fyrir eru í landinu. -  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.5.2008 kl. 15:16

7 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég var að skoða bloggið þitt og fann svar við einni spurningunni þinni ef þú fékkst ekki svarið, með kennitölurnar. Hafði aldrei pælt í þessu áður, fannst skemmtilegt að fræða mig um það

http://visindavefur.is/svar.php?id=183

Róslín A. Valdemarsdóttir, 26.5.2008 kl. 23:05

8 Smámynd: Dagmar

Snilldarpenni ertu að venju skvísa , ég er stungin af á norrænar slóðir að vinna í smá nordisku samarbejde...

Síjú leiter !

D

Dagmar, 27.5.2008 kl. 00:08

9 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Á föstudaginn ætla ég að hafa Ellu Sprellu Bjössa bónda dag...........Þá verða að öllum líkindum 5 ár frá því að við ákváðum að láta ekki vín breyta okkur í svín. Það tókst vel. Ég á ekki fyrir auglýsingu á strætóskílinn, enda má það ekki, þar sem ég þarf að vera pínu duló þegar ég verð fræg. Þessi Samgönguvika fór alveg framhjá mér...............mér finnst alltaf svo leiðinlegt að missa af svona dögum. Man aldrei heldur eftir bóndadeginum, konudeginum, degi elskanda, mæðradeginum og öllum þessum frábæru dögum...........Spurning að kaupa sér bara blómabúð???? Ég á bara ekki pening.......ég get kannski orðið blöðrusali niðrí bæ, þá missi ég örugglega ekki af neinum svona degi..........Þú ert BARA ÆÐI.

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 4.6.2008 kl. 08:35

10 identicon

Vá ! ég var að njósna á netinu og var svo glöð þegar ég fann síðuna þína. Komdu í heimsókn í sumar. Þið Guðbjörg getið farið í sleik niður í Atlavík með stuðhúfu og skvísu. ástarkveðjur miss take me home...

p.s. ég bý fyrir austan - næstum í Lagarfljóti og er orðin prestur - eða það er a.m.k. kirkja rétt hjá mér. Opna kannski brúðakjólaleigu.

Guðveig (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband