Enn önnur tilraun í geimnum.

Jæja þeir sem hafa lesið færslur mínar áður vita að ég er forfallin aðdáandi tilrauna í geimnum, sérstaklega  þar sem búið er að leysa öll vandamál og rannsaka allt sem hægt er á þessari plánetu.  Nú er verið að þróa Karrý sem "virkar" útí geim!  

Ég varð svakalega glöð þegar ég las þessa frétt og vona svo innilega að þeir noti marga marga  milljarða í þessar rannsóknir því ég hef sjálf lent í því að karrý og önnur krydd bara hreinlega "virka" ekki!  

Um daginn var ég að elda saklaus eins og ég er og ætlaði í barnaskap mínum að krydda aðeins réttinn. Ég teygði mig í kryddbauk sem stóð næstur mér og fór að krydda!  Nú allt gekk eins og í sögu, kryddið kom útúr bauknum og dreifðist jafnt og hérumbil í munstri yfir réttinn en þegar ég byrjaði að hræra þetta saman við þá uppgötvaði ég mér til mikillrar gremju að kryddið virkaði ekki!   "jahérnahér" sagði ég upphátt við mig og kettina, "hvað er í gangi?"  ég endurtók leikinn með kryddbauknum og ákvað með sjálfri mér að kryddið hefði bara ekki verið tilbúið og ég ætlaði að gefa því annan séns.  Aftur hrærði ég!  Og aftur VIRKAÐI kryddið bara ekki.  "humm"  þá tók ég næsta bauk og tæmdi hann útí réttinn!  Það var einmitt karrýbaukur!  Viti menn það var eins og það væri starfsdagur krydda, það bara gerðist ekkert!  Áfram hélt ég og tæmdi úr öllum baukum í húsinu sem flokkast undir krydd í dýraríkinu og allt kom fyrir ekki, ekkert virkaði og mér leið eins og dvergnum í Twin peaks!  Þetta var svo furðulegt.  "Ætli ég sé í týndu myndavélinni" hugsaði ég og leit í kringum mig að tökuteymi sem væri hugsanlega að pissa í sig af hlátri yfir baráttu minni.  Eftir mörg heilabrot settist ég niður og  vorkenndi sjálfri mér!  Ég grét!  Ég var  svo einmanna!  "Aumingja fólkið í geimnum" hugsaði ég og tilfinning samkenndar helltist yfir mig og ég laut höfði af tilfinningalegum meðsársauka yfir aumingja fólkinu í geimnum því eins og allir vita þá virkar ekkert í geimnum frekar en á þessari plánetu.  Í nokkra daga leið mér ömurlega, en núna finn ég að það birtir til, bænum mínum hefur verið svarað.  Það  er til fólk sem er tilbúið að fórna sér og sínum tíma í að fá hluti til að virka þegar þeir virka bara alls ekki.   Guð blessi vísindamenn!  

Og aftur kæru vísindamenn heimsins, viljið þið gjöra svo vel að halda áfram að rannsaka og þróa búmerand í geimnum, karrý í geimnum, hvort kynlíf sé gott í geimnum, hvort fólk þurfi oftar að pissa í geimnum, hvort ljóshært fólk í geimnum sé flottara í bláum geimgalla heldur en appelsínugulum og aðra þarfa hluti.   Á þessari plánetu "EARTH" er alltí góðu standi og við fylgjumst með ykkur.

p.s Getið þið kannski athugað hversu hátt "hátt" er og sagt mér afhverju kerti klárast!  Það þarf ekkert að gera það í geimnum, en ef þið endilega viljið það þá er það fínt líka.  Kær kveðja Garún


mbl.is Indverskur matur í geiminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.3.2009 kl. 19:47

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert epli á dag.

Algjörlega bráðnauðsynleg á hvert heimili kona.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.3.2009 kl. 20:13

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þakka þér ástsamlega fyrir að taka þessi mál upp á þína arma, ég bíð spennt eftir svari um niðurstöður.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 28.3.2009 kl. 17:55

4 identicon

Varla er nokkurntíman hægt að rannsaka allt á þessari plánetu og leysa öll vandamál. Það brýnt verkefn að rannsaka veröldina í kringum okkur, könnun geimsinns er stór liður í því. Við erum hluti af miklu meira en bara jörðinni. Þetta er svipað og að segja að það er alveg óþarfi að sigla yfir hafið og kanna hvað er á bak við fjöllin því hér í dalnum þarf að mörgu að huga.

Útgjöld til geimvísinda og könnunar eru vel innan við 5% af útgjöldum hernaðar, vopnaþróunar og öðru slíku í heiminum. Hvers vegna ekki að byrja á því að lækka þann kostnað fyrst og leyfa indversku geimförunum að fá karrýið sitt?

Hér útskýrir Carl Sagan þetta betur: http://www.youtube.com/watch?v=iCZtLVim94Q&feature=related 

Sverrir Ari Arnarsson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 15:09

5 Smámynd: Garún

Ó MÆ GOD...Carl Sagan er átrúnaðargoðið mitt!!!!   Hann sagði einnig að það væri innan við 1 % líkur á að við sem menningarþjóðfélag gætum lifað af næstu 100 árin.  Þetta er ekki keppni í því hvort við eigum að eyða peningunum í vopn eða karrýskoðanir útí geim.   Hvernig væri Sverrir að lækka kostnaðinn algjörlega í hernaðar og vopnaþróun og líka í karrýskoðun og setja peninginn í velferðarmál og vandamál sem staða að plánetunni.   Þetta er svona eins og að segja að ef ég hlekkja börnin mín við tölvuna þá eru þau þó ekki að neyta eiturlyfja í porti einhversstaðar.   The blind man approach.....Og endilega þeir sem þekkja mig vita að ég er geimóð.....en að taka karrý, búmerang og ljóshært fólk í heiminn var örugglega ekki það sem Carl vinur minn Sagan vildi þegar hann skipulagði Pioner 13 og mars leiðangurinn....sorry...sama hvað þú segir..

Garún, 29.3.2009 kl. 15:43

6 identicon

Ekki vera svona þröngsýn. Þetta snýst um svo miklu meira en bara hvort karrý bragðist rétt í geimnum. Til að geimfararnir fái ekki sjúka heimþrá og geti sinnt starfi sínu 100% þá þarf þeim að líða vel, helst eins og heima hjá sér. Þetta er bara nákvæmlega eins og að vera með mötuneyti á vinnustöðum og hvetjandi starfsumhverfi, allt snýst þetta um að hámarka afrakstur starfsmannsins. 

Hugsa aðeins út fyrir kassann.

Ásgeir Jónasson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 23:57

7 Smámynd: Garún

Sæll Ásgeir...

Ég sé að þú skilur háð betur en margur annar..  En ef ég myndi í andartak hætta mér útfyrir kassann eins og þú greinilega gerir þá fljúga á mig hugsanir eins og að akkúrat í þessu tilfelli að ef aumingjans geimfararnir myndu líða eins og heima hjá sér ættu þeir örugglega ekkert að borða eins og megin þorri Indversku þjóðarinnar.  Ef ég hætti mér útfyrir kassann þá rifjast upp fyrir mér öll börnin sem búa á götum Deli eða annarra Indverskra borga og þegar stjórnvöld í landinu geta ekki einu sinni séð fólki sínu fyrir Karrýi sem virkar ekki á jörðinni þá finnst mér þeir eiga ekkert erindi með að láta Karrý "virka" útí geimnum.  En það er einmitt þröngsýnt og innfyrir kassann fólk eins og ég sem erum að fara með ykkur þessa draumóramenn.   Sorry

Garún, 30.3.2009 kl. 00:50

8 identicon

Er þá ekki réttlát krafa að við hættum öðrum óþarfa svo sem hestamennsku og því að sýna og búa til kvikmyndir. Það er gjörsamlega óþolandi að fólk leyfi sér að gæða sér á poppi og eyða tímanum í það að horfa á einhverjar myndir og útreiðar þegar það gæti verið að gefa fátækum mat og nýta tímann í sjálfboðastarf.

Arnór (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 01:52

9 Smámynd: Garún

Arnór!  Ég er sammála þér!

Garún, 30.3.2009 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband