Hundablogg

Ok ég lofa að þetta er ekki að verða hundablogg. Lof lof. En mig langaði bara að segja ykkur að nú er ég búin að vera í viku á Akureyri með Rósu litlu og hún var algerlega stórkostleg. En ég hef aldrei vitað hund sem er latur og fílar ekki veðrabreytingar. Fór í göngutúr í Kjarnaskóg með hana og hún vældi og röflaði allan tímann þangað til ég þurfti að halda á henni síðasta kílómeterinn. Þá lá hún á öxlinni á mér með snudduna sína og var ánægð með göngutúrinn. Skrítin hundur. En dýralæknirinn á Akureyri gaf henni ullarpeysu til að vera í í frostinu og svo keypti ég hundaöryggisbelti. Svo lá hún í fletinu sínu, í ullarpeysu, með snuddu og bílbelti þegar við keyrðum til Reykjavíkur og lífið er dásamlegt.

Alltaf í beltiMeð snudduna sínaÍ ullarpeysu

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hún er algjört krútt!

Hrönn Sigurðardóttir, 31.10.2009 kl. 12:47

2 identicon

æi sætt sætt sætt ... hef aldrei séð hund með snuddu fyrr.  Þvílíkt krúttipúttitútti, má maður ekki bara eiga hana?

Emm (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 12:53

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Dí hvað hún er mikil dúlla, í ullarpeysu og með snuddu, hún er algjör kleina!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 31.10.2009 kl. 16:06

4 identicon

Þvílíkur sykur þetta hundskott þitt!!! Svo er hún bara rosalega efnilegt módel, strækar pósu einsog fagmannlegt sveltimódel!

annars rakst ég á þessa frétt og varð hugsað til þín:

http://www.dv.is/frettir/2009/11/2/undrast-skjotan-frama-majonesforstjora/

Ég var að spá hvort þá værir ekki memm í að fara í heimsókn í hafnarfjörðinn og gerast systir þessara stórkostlegu konu. Hún gæti nú örugglega hjálpað okkur að sjá ljósið...

Guðbjörg (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 22:52

5 Smámynd: Garún

Takk fyrir hlýleg orð í garð Rósu.  Varðandi forstjóra majonesforstjóra þá á ég ekki til orð.  Algerlega ekki.

Garún, 3.11.2009 kl. 06:37

6 identicon

Bíddu, bíddu.... síðan hvenær eru hundar farnir að nota snuddu???

Árdís Kristín (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 16:08

7 identicon

Ltila sæta Rósa með snuð. Til hvers?  Aldrei fékk Darri minn snuð. Og er orðinn meira en eins árs.

En hvað með majonesdrottningu?  þekkir þú hana?  Ég er svo forvitin að vita hvort þetta gæti verið  bjargvættur okkar allra. Þjóðarinnar.  Hún er að sögn ótrúlega gáfuð og allra kvenna glæsilegust og hjartahlý með afbrigðum.

Auður M (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 23:14

8 identicon

My-own-ass drottningin í viðtali í DV. Tékkit!

Guðbjörg (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband