28/7 ég lifi eftir því!

Já það er sjaldan lognmolla í kringum mig.  Ég hef þann einstaka hæfileika að flækja líf mitt og gera það svona ofurbíssí.  Undanfarnar vikur er ég búin að vera með aðra löppina á Akureyri og Selfossi, vinna við áramótaskaupið, vinna við nokkrar auglýsingar, flísaleggja og sýningastjórast uppí Loftkastala.  Mér finnst ég stundum soldið vinna eins og það sé enginn morgundagur og ef ég sé frammá 10 mínútna pásu þá er ég fljót að fylla hana.   Vinir mínir segja að þetta sé vegna þess að ég eigi erfitt með að segja nei en NEI ég held ekki, mér finnst bara allt svo svakalega góð hugmynd. 
Ég fór í síðustu viku á söngvakeppni í FSU og Vá ....mig minnir að þegar ég var á þessum aldri 16 til 20 ára þá var ég ekki svona hæfileikarík og er reyndar heldur ekki núna þótt ég taki stundum stökk í Singstar og rústi því.  Krakkarnir sem stigu þar á svið voru hver öðrum hæfileikaríkari og þessi kvöldstund var algerlega frábær.  Ég er að fara að leikstýra þessum krökkum eftir áramót og eftir að hafa séð þetta performans þá eiginlega get ég ekki beðið og the sky is the limit I can tell you.  En meira seinna þegar ég er búin í skaupinu og með flísalögnina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Stúlka!! Á Selfossi?? Hvenær komstu til mín?

Hrönn Sigurðardóttir, 18.11.2009 kl. 18:36

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

aha... okei... þú hefur verið á Suðurlandsins eina von?

Hrönn Sigurðardóttir, 18.11.2009 kl. 18:38

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Leiðinlegt að hafa ekki skellt sér í FSU!
Get ekki haldið annað en að það sé gaman að vinna með þér og læra

Róslín A. Valdemarsdóttir, 24.11.2009 kl. 19:47

4 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Mig langar að vera í skaupinu...

Margrét Birna Auðunsdóttir, 25.11.2009 kl. 19:00

5 identicon

Drífðu þig að flísaleggja & ruslaðu skaupinu af, svo þú getur skemmt okkur hinum sem fylgjast með þér úr fjarðlægð !

STÓRT Ofbeldis knús... hehe :D

Kata (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 15:09

6 identicon

:)

Emm (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband