11.12.2009 | 11:13
Undur og Stórhveli í Höfnum!
Jæja þá er farið að róast hjá mér vinnulega séð en ég er samt með svo mörg ál í eldinum að álverð hefur hækkað umtalsvert á heimsvísu samkvæmt mogganum í dag! Stundum held ég að það sé eitthvað alvarlegt að hausnum á mér sjá dæmi að neðan.
Ég fór í göngutúr um fjöruna mína í gær með Rósu Anúbis og var í makindum mínum þegar ég alltí einu sá eitthvað ferlíki liggja upp við steinana. Ég stoppaði og horfði á flykkið og það fyrsta sem mér datt í hug var "guð minn góður....er þetta fíll?" Ég er ekki að grínast þarna stóð ég og gapti af undrun! Gott ef ég hélt bara ekki niðrí mér andanum. "guð minn góður það hefur fíll drukknað í Afríku og hann hefur rekið alla leiðina hingað og liggur nú rotnandi í fjöruborðinu hjá mér". Ég fékk gífurlegan hjartslátt meðan ég reyndi að koma ró á hugsanir mínar "shitt í hvern á ég að hringja?" . Ég sá fyrir mér allar sjónvarpsstöðvar landsins koma og taka viðtal við mig og ég var byrjuð að ímynda mér hvað ég ætti að segja "já ég var nú bara á gangi þegar ég tók eftir fílnum og ........". Ég næstum hoppaði og skoppaði af gleði þegar ég gekk fram fyrir dýrið. Þar horfði ég stórum augum á líkið í fjöruborðinu og skoðaði það betur. En hvaða hvaða voðalega skrítnar lappir á þessum fíl! Hann virðist bara vera með eina afturlöpp. Nú æstust leikar! og viðtalið í hausnum mínum hélt áfram. "já svo virðist vera sem þessi fíll sé einnig vanskapur og hefur hugsanlega drukknað útaf því að hann er bara með eina löpp.........". Laust þá ekki niðrí kollinn á mér sem er svakalega skemmdur, að þetta gæti svo sem verið hvalur! ooooohhhhhh og púsluspilið raðaðist upp og tveir plús tveir urðu aftur fjórir og lífið varð venjulegt á ný. Engin CNN, Stöð 2 eða Rúv í heimsókn í Hafnir. Þetta er víst meðalstór Hrefna sem liggur nú og rotnar í flæðamálinu. Ekkert spennandi! En að mér skildi aldrei detta í hug að þetta gæti verið Hvalur er með hulin ráðgáta! Nei auðvitað er þetta fíll. En ef þið skoðið myndirnar þá sjáið þið kannski að aftan frá virkar þetta eins og fíll!
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
Ég skil þetta svooooo vel. Ég var einn morguninn að ganga hér upp með ánni minni þegar ég mætti krókódíl!! Jebb - það var það fyrsta sem ég hugsaði ;)
Þegar hann synti nær sá ég að þetta var andamamma með ungana sína........
Hrönn Sigurðardóttir, 11.12.2009 kl. 14:27
vá ég er greinilega jafn rugluð í höfðinu og þú því ég sé engan hval úr þessu.... miklu líkara fíl eða jafnvel ofvöxnum kjúklingavæng.... djísös kræst!
Sunna Sigrúnardóttir, 11.12.2009 kl. 17:23
MMMM bara grill og læti á næstunni, nei annars þetta er ógeð.....
Ellen (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 21:15
hahahahaha !!!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 12.12.2009 kl. 02:16
Vissi það .... sjósund er stórhættulegt!!
Emm (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.