15.12.2009 | 22:10
Heppin í hálku.
Jæja ég komst aðþví að ég er ekki meðvirk! Ég lenti í háska í dag og líf allra fjölskyldumeðlima þaut ekki fyrir augum mér, bara mitt eigið. hehehe. Það er sem sagt komin staðfesting á það að ég er frekar sjálfmiðuð manneskja. Ég og Obbobobb fórum á Syðri Reyki í dag til að sækja hestana okkar og fara með í Kópavog, fyrsta ferð af þrem. Allt gekk vel þangað til á veginum hjá Mosfelli þá rennur kerrann í hálku og Sigvaldi (obbobobb) fer að berjast við að halda bílnum á veginum. Allt kom fyrir ekki og lentum við með bíl, kerru og hesta útaf veginum. Enduðum í skurði og hestakerran á hliðinni. Við stukkum út og losuðum hestana sem voru sem BETUR fer ómeiddir og tiltölulega rólegir þegar þeir komu út og byrjuðu strax að bíta gras. En ég segi það að sjá hestakerruna á hliðinni og vita ekki hvernig ástandið á hrossunum var er hugsanlega ein sú versta tilfinning sem ég hef upplifað og þvílík gleði þegar allt var búið og engin slasaðist. Ég rölti síðan með hvolp og tvær hryssur cirka þrjá kílómetra að Mosfelli og setti rólegar og lífsglaðar hryssur inní hestagirðingu sem þar er. Hvolpurinn læknaðist af hræðslu við hesta því hún sat hálfa leiðina á bakinu á Krissu og naut sín í botn. Hann Grímur á Syðri Reykjum kom svo og kippti okkur upp, henti kerrunni heim á hlað og við héldum áfram til Reykjavíkur. Eins gott að Obbi var að keyra því hann bjargaði því sem bjargað var. (eða hvernig sem maður segir þetta).
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
Úff, þarna hafa einhverjir góðir verið með ykkur Gullin, guði sé lof að þið Obbi sluppuð ómeidd og litla snúllutíkin og Krissa og bara allir. Farðu varlega krútthildur, þykir svooooooooooooooooooooooooo mikið vænt um þig.
Willa (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 07:07
Úff..... eins gott að allt fór vel.
Hrönn Sigurðardóttir, 16.12.2009 kl. 09:04
díí...fékk bara vont í hjartað við að sjá þessa mynd!
Sunna Sigrúnardóttir, 16.12.2009 kl. 12:08
Vá... lán í óláni að ekki fór verr!! Þið öll sem lentuð í þessum hremmingum eruð heppin að sleppa ósködduð, af hvaða dýrategund sem þið eruð.
Fyndið hvað þú sért sjálfmiðuð, sumir... ok, flestir segja mig þokkalega sjálfmiðaða, ekki alveg að sjá það :/ en sumir... eða reyndar flestir eru ekki eins klárir og ég. En varðandi þetta slys þá finnst mér ég alveg hrikalega heppin að ekki fór verr.... pældu í því ef þetta hefði orðið þess valdandi að þú gætir ekki bloggað!! Veit ekki um neinn sem kemst með hælana þar sem þú ert með fingurna í bloggsnilldinni... uuu... já þú skilur. Sé mig alveg grípa til drastískra aðgerða á borð við sjálfsvorkun og súkkulaðiát. Og svo þetta venjulega, leggja inn harðorða kvörtun hjá Gaurnum sem öllu ræður, þessum sem setti annað fólk á jörðina til að skemmta mér. Maður er nú rétt nýbúin að endurheimta þig hingað aftur eftir allt of langa og þögla áramótaskaupsvertíð. Ég er búin að vera að halda upp á vertíðarlokin nonstop í nokkra sólarhringa... og búin að sækja um sjómannafslátt fyrir að þurfa að vera langdvölum fjarri góðu gamni á garun.blog.is
Að lokum vil ég svo óska sjálfri mér innilega til hamingju með að hafa fengið að lesa nýja blogfærslu 3 daga í röð. Og ennfremur vil ég hrósa mér fyrir að komast á snoðir um þessa blogsíðu á sínum tíma. Fjúff hvað ég er klár, skil ekki og fæ eflaust aldrei skilið að fólk skuli efast um það
Emm (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 14:53
Jahérna.... mér varð greinilega mikið um... fékk algjöra ritræpu !!! Gott þið eruð öll heil ;)
Emm (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 15:17
Það var mikið lán að ekki fór verr hjá ykkur Valda og hryssunum. Þetta er afskaplega slæm upplifun. Gott að hryssurnar voru svona rólegar og hafa sennilega haft gott af göngutúrnum. Voffi litli góður á baki
Auður Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.