Hvatvísi

Ég er hvatvís!  Hef alltaf verið það, ræð ekki við það.  En lífið er svo snjallt að þrátt fyrir að maður sé með galla gefur það manni eitthvað sem vegur uppá móti stundum annan galla.  Í mínu tilfelli er það leti.  Ég er svo hvatvís að það er stundum ekki eðlilegt.  Allt sem mér dettur í hug er ég búin að gera áður en ég hugsa hvort það sé góð hugmynd eða ekki.  Stundum kickar letin inn og þá er ég eins og algebra sem núllar sjálfan sig út með tvo mínusa.   En uppá síðkastið hefur letin legið í leti og ég er með 17 verkefni í gangi vinnutengd, jólagjafatengd, skemmtilegstengd og það sem mig langar að gera í framtíðinni.  Síðan blandast óvænt atvik inná listann og ég er að kafna úr áhugamálum og skemmtileg heitum.   Viku fyrir jól var ég að keyra útí Hafnir og var næstum búin að keyra á ungan mann sem gekk í myrkrinu í átt að Höfnum.  Ég bauð honum far og sagði hann mér að hann væri frá Alaska í námi í New York og komst ekki heim um jólin.  Hann hafði ákveðið að fara til Íslands og skotlands um jólin til að klífa fjöll það sem það var ódýrara heldur en að fljúga heim.  Þegar hann lenti hér var hann orðin svo leiður á stórborgum að hann kíkti á landakort af Íslandi og fann minnsta klasan á kortinu í göngufæri frá flugvellinum.  Það voru Hafnir og ætlaði hann sér að tjalda í þrjá daga áður en hann héldi áfram til Skotlands.   Það endaði með því að Forrest eins og hann heitir gisti hjá mér þessa daga.  Og viti menn!  Hann er í leiklistarnámi og voru því þessir þrír dagar mjög skemmtilegir hjá okkur þar sem við bárum saman bækur okkur meðan við keyrðum um allt Reykjanesið, pökkuðum inn jólagjöfum, fórum í göngutúra og auðvitað fékk Forrest Skötu sem honum fannst reyndar ekkert spes.  Hvatvísi borgar sig og í þetta skipti núllaði hún út letina því ég fékk auka hendur fyrir jólin þar sem Forrest frá Alaska er snillingur í innpökkun á jólagjöfum.   Svo á þessu ári er ég búin að safna í sarpinn Holly May frá Ástralíu, Will frá Florída, Tim og Edith frá Skotlandi og Forrest frá Alaska.  
Forrest frá Alaska

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Eygló, 27.12.2009 kl. 15:32

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Agalega sviphreinn og augnhlýr gæi. Þetta var góður hvati

Hrönn Sigurðardóttir, 27.12.2009 kl. 18:24

3 identicon

Þarna er þér rétt lýst, Gullin, tekur að þér fólk og málleysinga sem hvergi eiga höfði sínu að halla nema á óslétt hraunið á Reykjanesinu.  Þú ert yndisleg.  Knús úr Skeiðarvogi.

Willa (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 20:02

4 identicon

Litla yndislega frábæra snilldarkona !!!  Ekki láta nokkurn mann ljúga því að þér að hvatvísi sé galli.  Hvatvísin er undursamleg og þegar hún hittir þig fyrir verður til greinilega til nýtt náttúruafl.

Emm (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 20:23

5 Smámynd: Sunna Sigrúnardóttir

hahaha þú ert aaaalveg one of a kind :)

Sunna Sigrúnardóttir, 27.12.2009 kl. 20:29

6 identicon

Þetta er nú ekki ómyndarlegur maður........ finnur maður svona bara á vappi þarna í Höfnum?

Ellen (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband