Fullorðinsstuff

"afhverju þarf ég endilega að vera í skóla?"  Spurði litli gutti mig í gærkveldi og þegar ég sagði honum að það væri til að mennta sig svo hann gæti unnið þegar hann yrði stór, fussaði hann og andvarpaði "ég vil ekki vinna, ég vil verða rokkari!".  Hann var harðákveðinn.  "ok en rokkarar þurfa líka að vinna svo þeir geti keypt sér græjur og borgað hótelherbergi og bensín á milli staða" svaraði ég og mér fannst ég svakalega snjöll.  "Ég þarf ekki rafmagn ég vil verða trommari og svo ætla ég að sofa í tjaldi".  hm þetta var að verða snúið.  "ok en trommur kosta pening! og tjald kostar pening og þú þarft að borða"  Ég fann að þetta samtal var að verða snúið.  "einhver gefur mér trommur og ég nota tjaldið hans Steinþórs" Hélt litli dreki áfram og stóri dreki rumdi áhyggjufullur yfir því að vera að klúðra uppeldinu.  "ok ok en þú þarft að læra á trommur" Sagði ég ánægð með að vera búin að snúa samtalinu til baka að lærdómi.  En nei litli dreki rústaði þessu með einni setningu og blés toppnum til hægri "ég kann á trommur".  Þar með var tilraun mín til Hjallastefnu rústað og ég keypti bara nammi og kakó handa drekanum sem ætlar aldrei að vinna né vera í skóla.  Vonandi að foreldrarnir geti lagað það sem ég náði að klúðra í einum litlum bíltúr frá Höfnum yfir í Njarðvík.  Úpps. 
Litli dreki og dvergahundur sofa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha ha ha ha, þú ert ótrúlegur snillingur elsku Guðrún mín.

Gleðilegt ár og ég vona að þú hafir haft það rosa gott yfir hátíðirnar.

Langar endalaust til að hitta þig bráðum og hlægja endalaust. Þú getur t.d. sýnt mér hvernig mamma þín dansaði ..... svona eins og í denn ;-)

Kveðja og knúz Edda

edda björk (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 15:40

2 identicon

Alveg róleg.... flestir foreldrar klúðra uppeldinu feitt og ef það er ekki að gerast í þessu tilfelli þá er er eins gott að þú takir það að þér.  Skora á þig að segja drengnum allt sem þér dettur í hug og hann mun bara græða á því ;)

Annars rakst ég á málshátt áðan, fannst hann bara eiga vel við þessa dagana og varð í leiðinni hugsað til þín...   Hve indælt er það að gera ekkert og hvíla sig svo vel á eftir    ... því ég er nokkuð viss um að einhver steingleymdi að kenna þér þetta.  Eða kannski reyndi einhver að kenna þér þetta og klúðraði því svona rækilega, jábbs held ég kaupi bara þá kenningu.

Emm (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 17:16

3 identicon

æji f****** klúður !! Þetta átti að vera flott en varð svo allt vaðandi í skáletri út um allt..  :/  HORAÐ!!!  Jæja ég hef nú svo sem klikkað á merkilegri hlutum.  Og nú farin að spamma síðuna þína með kommentum ....  great !!!

emm (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 18:19

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mér finnst best að hann blés toppnum til hægri... Ég held það hljóti að vera hægt að fyrirgefa smá klúður í uppeldi úr því hann nær að akta kúl með toppinn ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 29.12.2009 kl. 23:05

5 Smámynd: Sunna Sigrúnardóttir

gleðilegt ár! reyndu nú að skemma ekki fleiri börn á nýja árinu ;) hehehe

Sunna Sigrúnardóttir, 31.12.2009 kl. 17:15

6 identicon

Garún mín það er ekki hægt að rústa þessum dreng, það er svo góður grunnur í honum. Gleðiegt ár mín kæra og þökk fyrir

síðast. Kærar kveðjur Amma og Afi á Lambó.

Jakobína Jakobsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 18:45

7 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Gleðilegt ár og takk fyrir mjög svo gott skaup!

Ein spurning, brá þér fyrir í einu atriði eða er ég að rugla?

Róslín A. Valdemarsdóttir, 1.1.2010 kl. 23:35

8 identicon

Gleðilegt ár og til hamingju með stórkostlegan leiksigur ;D

Emm (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 01:07

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég sá þig í skaupinu ;) Gámar fara þér vel

Takk fyrir gott skaup! Ég hlæ alltaf meira því oftar sem ég horfi. Mér finnst t.d. kreditlistinn í pottþétt kreppa hrikalega fyndinn í dag.

Hrönn Sigurðardóttir, 3.1.2010 kl. 18:58

10 identicon

Gleðilegt ár elskan. Gengur hægt að laga klúðrið þitt en mjakast þó. Drekinn er farinn að spá í að verða forseti þegar hann er orðinn stór þ.e. ef hann þarf ekki að vera of mörg ár til viðbótar í skóla.

DAD (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband