Veður er hugarástand

Ég er ein af þeim sem er ekki brúnku óð.  Þoli vel að vera inni meðan sólin skín, þarf ekki að hlaupa útá Shell og kaupa badminton spaða eða frísbí disk.  Ég er svona týpísk bóndabrúnku kona, verð brún á handarbökunum og í andliti með flotta litaskiptingu í hálsmálinu.  Það finnst mér fínt, enda er ég ekkert að sýna neinum restina af líkama mínum.  Ég forðast sundlaugar í góðu veðri, því þá eru þær pakkaðar af fólki í nýjustu bikiníunum og með þriggja daga jafna brúnkuskorpu sem mun síðan hverfa á skemmri tíma en tók að ná sér í hana.   Afhverju er brúnka svona eftirsótt?  Sólin er í mínum huga 400 sinnum stærri vítishnöttur heldur en jörðin og sendir banvæn sólgos reglulega í átt til okkar, það er stórhættulegt að horfa á hana með berum augum og geislar hennar brenna húð okkar og óvarin getum við fengið krabbamein.  Kannski er ég bara bitur því ég hef ekki þolinmæði í að liggja tímunum saman í sólbaði, svitna, fá hausverk af hita, og sólblindu.  Og í guðanna bænum ekki taka þessu eins og ég sé að dæma aðra sem geta legið í sólbaði, alls ekki.  Mér finnst bara skrítið að þessi rússneska rúlletta við sólina skuli vera svona eftirsótt.  Ég er þannig týpa að ég myndi ekki sitja inni og blogga ef það væri brjálaður skafrenningur úti, þá væri ég úti að leika mér.   

En áfram með góða veðrið, hættið þið bara að hringja í mig og hneykslast á því að ég sé inni af því að það sé svo gott veður.......Veður er bara hugarástand og maður á ekki bara að vera úti þegar það er gott veður....

p.s ég er farin út núna, því það er svo helv....gott veður.  AAArrrggg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Tek undir með þér Garún. Ég fann líka sérstaklega fyrir því á Barbados að sólin er ekki bara góðkynja. Hún getur steindrepið mann! Ég var á stöðugum flótta - með hattinn - leitandi eftir skugga af húsum eða trjám. Ókey - það er henni að þakka að við erum hérna á þessari plánetu reyndar, hún má eiga það.

Halldóra Halldórsdóttir, 6.7.2007 kl. 16:38

2 identicon

mmmm...  þegar ég las þetta hjá þér vakti það hjá mér minningar,  

costa del sol "   manstu  ?  það var sko gaman, ein allra besta minningin mín þaðan var þegar við fórum á blöðruna og sjóbrettið. 

Ég á alltaf rosalega góðar myndir úr þeirri sjóferð, ein þar sem þú ert á blöðrunni í lausu loft með aðra höndina á blöðrunni, hina beint út í loftið, fæturnir ginglandi í sitthvora áttina,      og þessi svipur.    Þú ert hörku-kona það máttu eiga og fyrst hélt ég að þetta væri hörku-blöðru-svipurinn þinn, en eftir nokkrar mínótur í blöðruni áttaði ég mig á því að þegar vélarhljóðið í bátnum dofnaði þá voru hljóðin sem komu frá blöðrunni engan veginn í samræmi við svipinn, þetta var eins og að blanda saman mydefninu úr Clint Eastwood vestra og hljóðinu úr fráhvarf-atriðinu úr Trainspotting saman ! 

Bjarnþór (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 01:32

3 identicon

heil og sæl Garún mín,

hef ekki kvittað fyrr en les reglulega skebbilegu (eins og dóttir mín segir) skrifin þín.

Ég er ein af þeim sem eltist við sólina endalaust þ.e.a.s. bara hér á landi nenni ekki að elta hana um allan heim (ókey vegna flughræðslu). Ligg reyndar ekki mikið í sólbaði en reyni að glenna mig til hennar í von um að hljóta hinn eftirsóknarverða gullinbrúna lit - en viti menn og konur staðan á bænum núnar er þannig: Dóttirin gullinbrún sem aldrei fyrr en mamman eins og risastór appilsína -

Mikið er ég fegin að sólin skín ekki í dag.

Þú talar um að þú sért ánægð með þína bóndabrúnku þar sem þú sért ekkert að sýna líkama þinn öðrum - hóst hóst, skrýtið á ónefndri bloggsíðu las ég að þú værir frekar frjálsleg svo vægt sé til orða tekið og hefðir á opinberri stofnun rennt niður íþróttatreyjunni þinni og sýnt DD systurnar hverjum sem sjá vildi !! humm eða er það kannski síða sem Guðbjörg ekki les ???

góða helgi

día pía

díana Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 15:28

4 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Er algjörlega sammála þér með þetta veður. Ekkert að fínu veðri en af hverju í veröldinni skyldi ég hætta við eitthvað sem ég var kannski búin að ákveða (eitthvað svona inni-verkefni) bara af því veðrið breytist? Fyrir utan að hiti og sól er alls ekki uppáhldsveðrið mitt, ofnæmi, hiti og sviti og pirringur, nema kona geti legið kyrr, og því nenni ég ekki lengi :)

Annars er netfangið mitt "thelmace@internet.is" ef þú þarft að ná í mig.

Með knúsi :)

Thelma Ásdísardóttir, 8.7.2007 kl. 12:36

5 identicon

Hæ fyndna fynda sniðuga manneskja !

God hvað ég hló mikið upphátt þegar ég var að lesa hinar ýmsu greinar eftir þig aftur í tímann. Þú ert ekki bara skemmtileg manneskja heldur skemmtilegur penni líka elsku Garún.  Gaman að finna þig hér í netheimum.

Bið að heilsa konum og köttum :)

Kv. Kolla hin rauðhærða lesbía !

Kolla (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 21:56

6 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Sólin er harmleikur - um leið og hún sést ,þá erum við karlmenn neyddir í garðvinnu af öllum toga - slá blettin,osfrv

Halldór Sigurðsson, 8.7.2007 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband