Sláttuvélar í útrás.

Vaknaði í morgun við það að sláttuvélarnar höfðu sluppið!  Klukkan 7 í morgun týndum við þær upp í Höfnunum útum allt þar sem þær voru að slá garða ókeypis fyrir fólk og Reykjanesbæ.  Ég reyndi að útskýra fyrir þeim að sláttuvélar ganga ekki útum allt og slá óbeðnar!  En þær blésu faxinu til hægri og blikkuðu mig ánægðar með samfélagsþjónustu sína.  Þær báru líka á götuna og einhvern veginn varð  hundaskítur á almannafæri ekki aðal issúið hér í Höfnum heldur munstraðir hestadoðar í skipulögðum flugugildrum með 20 metra millibili á hringveginum í Höfnum.  En athugið!  Þær skitu ekkert í kirkjugarðinum!     Á næsta ári ætla ég að kenna þeim að taka upp kartöflur!

Hvað kallar þú ódýrt?

Að kljúfa atómið er ekkert mál.  Að gera tilraunir með vetnissamruna er pís of keik miðað við það að kaupa sér nýjan farsíma.  Ég er ekki og hef aldrei verið mikill aðdáandi farsíma.  Finnst þeir frelsissviptandi og íþróttin að ná í fólk er næstum dauð.  En ég verð að hafa farsíma.  Minn gamli dó og ég ætlaði að kaupa mér nýjan.  Ég hætti við og er að nota einhverja farsíma afturgöngu sem ég fann í draslinu heima og hálf virkar.  Ástæðan fyrir því að ég hætti við að kaupa mér síma er þessi.

Ég fór í farsímabúð.

Garún:  Góðan daginn áttu ódýran farsíma
Sölumaður:  Hvað kallar þú ódýrt
(elska þessa spurningu)
Garún:  Ódýrt er svona í kringum 5 þúsund kallinn!
Sölumaður: (hlær) neeeii því miður.
Garún: Ok hvað kallar þú ódýrt? 
(hægt að nota þessa spurningu á báða kanta nefnilega)
Sölumaður:  Ja..það fer eftir hvað þú þarft að hafa í símanum þínum?
(sleipur eins og áll....en ég var með hanska)
Garún: Ég vil ekki hafa neitt í símanum mínum!  Ég vil geta hringt og fengið símtöl.
Sölumaður:  Allir símar geta það!
Garún:  Ok frábært....hver er ódýrastur hjá þér..
Sölumaður:  Hann er ekki til núna en þessi hérna er með GPS og myndavél með pixlum bla bla bla
Garún:  Nei ég þarf ekki hjartaskurðtæki í símann né vil ég að hann vaski upp.  En hvað kostar þessi.
Sölumaður:  78 þúsund en hann er með snertiskjá og er 3 kynslóð af farsímum.
Garún:  Já sæll.  Ég vil ekki kaupa síma sem er dýrari en ísskápur!  Og ég hef ekkert við snertiskjá að gera..hef heyrt að fólk er að skella óvart á í tíma og ótíma með kinninni á sér með svoleiðis....2 kynslóðin fór alveg framhjá mér og ég vil bara halda mig við þá tækni að það sé hægt að tala í símann og búið..
Sölumaður:  Ok ég skil...ekki tækninörd...uhh þá er ég með hérna einn hann er á 12 þúsund
Garún:  Ég er alveg tækninörd...ég er bara ekki heimsk...ok og þessi sem kostar 12 þúsund er hægt að tala í hann?
Sölumaður: Já
Garún:  Er hann það ódýrasta sem þú átt?
Sölumaður:  Nei ég á annan á 8 þúsund en hann er ekki með útvarpi eða myndavél.
Garún:  Heyrðu...ég vil ekki myndavél og ég hef ekki hlustað á útvarp síðan ég var 12 ára að taka uppúr því á kasettur...ég vil bara síma...en afhverju er þessi á 8 þús með svona stórum tökkum?
Sölumaður:  Hann er fyrir gamalt fólk og svo er neyðarhnappur hér á hliðinni.
Garún:  Fyrir gamalt fólk segirðu?  Og neyðarhnappur...er það speed dial?
Sölumaður:  Já í rauninni nema að hann hringir beint í Securitas...ef þú dettur eða eitthvað svoleiðis...
Garún:  Ok ég ætla að fá hann þá...ef hann er ódýrastur..
Sölumaður:  Ok síminn kostar 8 þús en svo þarftu að kaupa áskrift hjá securitas fyrir þrjá mánuði fyrir neyðarhnappinn.
Garún:  Heyrðu ég stend hérna fyrir framan þig hraust eins og naut og ég ætla að hringja bara í mömmu mína ef ég dett...ég mun ekki nota þennan neyðarhnapp!
Sölumaður:  Þú verður að gera það!
Garún:  Ég vil það ekki!
Sölumaður:  Nú þá getur þú ekki keypt þennan síma....
Garún:  Áttu engan annan síma sem sker mig ekki upp við nýrnasteinum, sem bónar ekki gólfin, sem leggur ekki bílnum mínum í stæði og sem er ekki líka svissnerskt bollastell?  Áttu síma sem hægt er að hringja úr og hringja í???
Sölumaður:  Nei því miður.....


Feng sjú útúr kú...ja eða hesti, sami hluturinn!

Hestar eru átvögl.  Nú eru sláttuvélarnar mínar þrjár komnar í verkfall og eru hreinlega í fýlu.  Ástæðan er Hvönn og Sóleyjar.  Hestarnir mínir eru búnir að Feng Sjúa garðinn minn með því að slá allt gras niðrí svörð en skilja eftir á andlega skrítnum stöðum hinar ýmsu plöntur sem þær borða ekki og ég vissi ekki einu sinni að væru í garðinum.   Á miðjum blettinum fyrir framan gluggann er sóleyjarbeð sem vel er snyrt í kringum.  Hist og her eru Fíflar og Hvannardóðlar svona random og mynda skemmtilegt munstur innan um velhirtan garðinn.   Ég fór og talaði við Krissu um þessa landslagshönnun og hún frýsaði bara og skeit á skóna mína.  Nú eru þær svo móðgaðar yfir vanþakklæti mínu og skilningsleysi varðandi garða fengsjú að þær eru hættar að borða sefgras og standa í fýlu útí einu horninu.  

Á morgun verð ég að koma með nýjan saltstein og þriggjakorna speltbrauð handa þeim ef ég á að sefa þær og fá þær til að laga sefgrasið.  

Note to self:  Ekki röfla við hesta um landslagshönnun!

 


Frestað vegna veðurs!

Ég var búin að skipuleggja helgina!   En nú þegar sólin skín er öllu skynsamlegu frestað vegna veðurs.  Nei það er ekki skafrenningur í Höfnunum, né úrkoma og ekki ótrúlegt en satt landið að fjúka útá haf það er blanka logn og sólin skín eins og það er engin morgundagur.  Er það ekki týpískt að einmitt þegar maður er búin í sumarfríinu sínu að þá koma sólardagarnir.  Er það ekki týpískt að þegar maður er búin að fresta tiltekt í geymslunni í allt sumar og ætlar að þrífa efri hæðina að þá kemur logn og brakandi sól.  Einnig var á planinu að mála eldhúsið. 
Ég verð að taka brenglun á þetta og fresta þessu öllu vegna veðurs.  Svo ef einhver spyr þá er skafrenningur á efri hæðinni, úrkoma og hvassviðri í geymslunni.  Eldhúsið er lokað vegna hálku og ég hreinlega verð að fara út að lesa í sólbaði til að bjarga sjálfri mér. 

Farin út að gera ekki neitt!  Það er jú sól.


Klósett úr plasti eða postulíni?

Ég var að koma úr fríi.  Sem sagt ég keyrði hringinn í kringum landið með stórfjölskyldunni og naut mín í botn.  Með næstum því slökkt á símanum og ekkert planað nema þá helst grófplanað. Dásamlegt.  Á þessu ferðalagi tók ég helst eftir klósettum!  Ég þarf jú að pissa reglulega og svo var ég svakalega í núinu.  
Ég held að ég hafi pissað í svona cirka 20 klósett í þessari ferð og vegna þess hversu afslöppuð ég var þá tók ég eftir þeim!   Á öllum N1 klósettunum voru klósett seturnar og lok úr plasti og 5 þeirra lágu á gólfinu þegar ég kom þangað inn.  Alls staðar voru plast setur í misgóðu ásigkomulagi nema á einum veitingastað þar var postulín seta.   Plast lokin gefa ekki eins mikið hljóð frá sér þegar maður skellir þeim niður en postulíns setan var mjög hávaðasöm og bermálaði hljóðið frá veggjum og inn að hljóðkuðungi sem gaf síðan frá sér íl sem gerði mig geðveika á meðan ég þvoði mér um hendurnar.  Nú er ég komin heim og búin að gera excel skjal um klósett og pros og cons yfir hvort plast sé betra en postulín.    Postúlínið var kaldara, hávaðasamara, hreinlegra, og mér fannst ég fá eitthvað aðeins meira útúr ferðinni á klósettið.   Plastið var léttara, ónýtara, veðrað en meiddi mig ekki í eyrun þegar ég skellti á eftir mér. 
Svona í fljótu bragði þá finnst mér postulínið betra því gjörningurinn að þurfa að taka upp klósettsetuna af gólfinu og púsla á klósettið var ekki eins skemmtilegt og maður myndi ætla.  Reyndar núna þegar ég hugsa um það þá kann ég alveg vel að meta N1 ratleikinn "hvar er klósettsetan" en miðað við verð á bensíni og olíu þá finnst mér hægt að hann postulíns setu sem sprengir ekki hljóðhimnurnar og bíður átekta eftir manni á þeim stað sem hún á að vera...

Að Semja er listform!

Ég er smá úrdráttur af símtali sem ég átti í morgun......
samningakona1Samningakona2

 

 

 

 

 

 

 

 

Það hófst þannig eins og öll önnur símtöl sem ég fæ að síminn hringdi..

Ég:  Halló
Rödd: Guðrún Daníelsdóttir?
Ég:  Já þetta er hún
Rödd: Áður en við höldum lengra þá langar mig að segja þér að þetta símtal er hljóðritað!
Ég: Ha!  Nei ég samþykki það ekki, þú mátt ekki taka rödd mína upp nema með samþykki mínu...
Þögn í símann og svo var lagt á.....síminn hringdi aftur eftir nokkrar sekúndur...
Ég:  Halló
Rödd: Halló er þetta Guðrún Daníelsdóttir?
Ég: Já
Rödd:  Ég heiti Stella Sigurlaugsdóttir og er að hringja frá XXXX innheimtu
Ég: Já sæl
Rödd:  Það er varðandi skuld þína við HS orku?
Ég:  Já einmitt það er þarna einn reikningur sem varð eftir þegar ég færði í greiðsluþjónustu!
Rödd:  Já einmitt..
Þögn í símann.....ég vissi ekki hvað ég átti að segja og hún var að bíða....
Ég:  Halló?
Rödd: Já halló
Ég:  Ég veit af þessum reikningi en ég get ekki borgað hann núna
Rödd:  En þú getur samið um hann
Ég:  ok, hvernig
Rödd:  Hvað getur þú borgað mikið núna?
Ég:  Eiginlega ekkert, ég á ekki krónu, það eru líka komnir svo háir vextir
Rödd:  Já það koma náttúrulega vextir ef þú borgar ekki!
Ég:  Já ég veit það
Rödd:  En hvað heldur þú að þú getir greitt núna
Ég:  Sko ég get ekki borgað neitt, ok kannski 5000 kall ef ég fæ hann lánaðann einhversstaðar
Rödd:  Þú þarft að borga alla veganna helminginn,  það er 17 þúsund krónur!
Ég:  Ég get ekki borgað einu sinni 5 þúsund hvað þá 17 þúsund og rosalega er þetta orðið mikið
Rödd:  Vextirnir!  En þú verður að borga eitthvað núna svo ég geti haldið þessu opnu
Ég: Ok ég skil það ég get borgað 5 þús
Rödd:  Nei ég get ekki tekið á móti því...Geturðu borgað kannski 20 þúsund?
Ég:  Ha?  Nei alls ekki...hvað gerist ef ég borga ekkert!
Rödd:  Þá verður lokað og krafan send í lögfræði innheimtu!
Ég:  Ekki gera það, það verður svo dýrt!  Hvernig innheimta er þetta annars?
Rödd:  Almenn innheimta?
Ég:  En samt svona miklir vextir og kostnaður?
Rödd: Já svona er þetta?
Ég: En hvað get ég gert?
Rödd:  Þú getur samið um þetta?
Ég:  Mér heyrist ekki...mér finnst við ekkert vera að semja...
Rödd:  Hvenær getur þú borgað
Ég:  Næst þegar ég á pening, eða um mánaðarmótin hugsanlega
Rödd:  En getur þú ekki borgað neitt núna...þ
Ég:  Jú kannski 5 þúsund..
Rödd:  Það er ekki nóg........................

Svona hélt símtalið áfram næstu 5 mínúturnar þar sem við vorum basically að semja um ekki neitt.......


Ég drap nágranna minn!

Í síðustu viku nánar tiltekið á fimmtudaginn síðasta drap ég hann Magnús nágranna minn í Höfnum.   Það var ekki afþví hann var svo leiðinlegur sem hann er ekki, og ekki afþví að mér fannst fólksfjölgun í Höfnum orðin svakaleg!   Nei ég drap hann því ég gat það!

Maggi dáinnMaggi dáinn úr skeljum

En nei nei hann Maggi nágranni er ekki dáinn í alvörunni heldur var þetta liður í gjörning sem leiklistarhópurinn setti á svið í Höfnum.   Sem sagt þriðja ráðgáta sumarsins og ég dró Magga nágranna inní sögusviðið.   Hann Maggi er alltaf til í allt og að liggja bakveikur á grjóti og skeljum er ekki mikið mál fyrir góðann granna. 

Ég mæli samt ekki með að þið drepið nágranna ykkar!!!!  Takið það til ykkar sem vilja.


Alltaf að spara!

Ein spurning....nefnið sláttuvél til sölu í byko eða Garðheimum sem  slær, tekur heyið og ber síðan á lífrænan áburð????   

Jæja ég er að jafna mig í hendinni eftir að hafa ekki gert rassgat!  Ég er búin að ætla að blogga lengi en vegna leti og aumingjaskapar hef ég ekki komið mér að efninu.  En nú verður allt vitlaust. 

Ég ætla byrja þessa blogg endurkomu á að segja ykkur að ég fékk sláttuvélar í Hafnir.  Því hryssurnar mínar eru komnar heim.   Krissa, Nótt og Slóð eru búnar að slá blettinn, túnið á móti, litlu graseyjuna hjá bílastæðinu og eru núna að slá heitapottsskeifuna og sjávargarðinn. 
Í þessari kreppu þarf maður að vera snjall og þegar Maggi nágranni fór að kvarta yfir sinumyndun þá sótti ég og Obbobobb merarnar og nú éta þær grasið og bera á um leið. 
3 sláttuvélarSláttuvél turbo 750Síðan er settur hnakkur á sláttuvélina og rómantískir reiðtúrar í sólsetrinu eftir Ósunum og merarnar hlaupa aftur heim æstar í að slá, borða hey og kúka á allt saman.  

Er lífið ekki dásamlegt? 

Kostnaður við sláttinn = bensín 0 kr, sláttuvél 0 kr, hrífa 0 kr, henda í sorpu 0 kr, auka blöð 0 kr, vinnustundir 0.  


Kynóðar lykkjur í Höfnum

Undur og stórmerki hafa gerst enn eina ferðina í Höfnum.  Ekki nóg með það að Hafnir eru vagga siðmenningar heldur er ég þess fullviss að kraftur sköpunarinnar sé einnig hér að finna.  Hér hafa furðulegir hlutir gerst undanfarið. 

Um daginn sagði einhver við mig að ég myndi aldrei prjóna!  Þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki mikill aðdáandi ALDREI orðsins og bað þvi hana Hjördísi vinkonu mína að festa garn á prjón.  Fyrstu dagana barðist ég við stífan lopann og var orðin blóðrisa á puttanum sem ýtir vinstri prjóninu niður og komin með krampa í vísifingur vinstri handar við að halda bandinu strektu.   Ég prjónaði svo fast að lykkjurnar voru farnar að skera sig í málm prjónanna og er ég þess fullviss að fyrstu sentimetrarnir af prjónaskapnum séu ósigrandi efni sem mun standa óskemmt eftir kjarnorkusprengju.   Ég prjóna svo fast að atómin í lopanum hafa stökkbreyst og eru orðin að næstum fljótandi efni. 
En þetta er ekki það sem mér finnst merkilegast.  Það sem mér finnst merkilegast er að svo virðist sem Guð sjálfur hafi gefið prjónaskapnum líf.  Hm ég skal útskýra.  Hún Hjördís  fitjaði upp eða hvað sem það kallast nákvæmlega 12 lykkjur.  Fyrst um sinn voru lykkjurnar 12 og allt var eðlilegt.  Síðan var eins og prjónarnir og garnið öðlaðist líf og nú þegar ég taldi lykkjurnar í morgun eru þær 18!    Ég er ekki að grínast í ykkur!  18 stykki!!!!!!!!
Lykkjurnar hafa öðlast líf og hafa byrjað að fjölga sér hér á prjónunum í Höfnum.  Mér finnst þetta merkilegt og er búin að hafa samband við kaþólsku kirkjuna og láta hana vita af þessu kraftaverki.  Reyndar lítur prjónabúturinn ekki út eins og María mey eða Jesús né blæðir úr honum en það blæðir úr mér og reyndar ef ég á að vera heiðarleg þá finnst mér garnbúturinn brosa til mín og ég þarf ekki að kafa djúpt ofaní minn veika haus til að sjá móta fyrir hugsanlegu andliti.  
Í versta falli ef ekki er um kirkjulegt kraftaverk að ræða þá er lopagarnið kynóður gjörningur handa minna og kaldhæðnislegt í allra falli að ein vinsælasta getnaðarvörn kvenna skuli heita lykkja.   Mínar lykkjur búa til aðrar lykkjur.

Góðar stundir. 


Finnskur hestur og hamborgarafabrikkan

Í gær lét ég alla veganna tvær auglýsingar hafa áhrif á mig.  Í gær var ég áhrifagjörn og elti markaðshugsandi fólk sem starfar við það að reyna að lokka mig til viðskipta við sig.   Og í gær sé ég ekki eftir því.   Fór út að borða og í leikhús. 

Ég fór á Hamborgarafabrikkuna sem er búin að auglýsa stanslaust!  Viti menn það var dásamlegt.  Stappað af fólki en þar sem við áttum pantað borð var biðin ekki löng.  Maturinn kom 7 mínútum eftir að við vorum búin að panta hann og smakkaðist geðveikt og verðið var einnig himneskt. 

Skokkaði síðan í leikhús að horfa á Finnski hesturinn og í fyrsta sinn í langann langann tíma leiddist mér ekki í leikhúsi.  Er sem sagt EKKI sammála gagnrýninni hans fýlupúka Viðars og naut þess að láta snillinga leika fyrir mig ádeilu, kaup og kjör og bara hvað sem er.  Fýlupúki Viðars segir að allir leikararnir hafi verið mjög ýktir en ég tók ekki eftir því...Ég tók eftir því að leikararnir tóku stórar ákvarðanir og stóðu við þær.  Fyrir mér voru þessir karakterar á sviðinu ljóslifandi, ekta og ég fann til með þeim, hataði þá og var slétt alls ekki sama um afdrif þeirra.  

Ég ætti oftar að elta auglýsingar....Laugardagurinn virkaði alla veganna.....allt var eins og lofað.  Fór södd og sæl í háttinn. 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband