Ég er háð orku!

Ég hef aldrei þurft eins mikið á heitu vatni að halda og í gær!  Var viðþolslaus af löngun til að vaska upp, viðþolslaus af þrá fyrir heitri sturtu eða heitu baði.   Fann meira að segja oggulítið fyrir löngun til að gera hverabrauð!  En í gær var ég ekki með heitt vatn!  Það var verið að laga það!    Um daginn leið mér svipað þegar rafmagnið fór af því þá var ég bara ekki með sjálfri mér af löngun til að ryksuga eða strauja.  Það eina sem mér datt í hug að gera var að horfa á sjónvarpið, spila á rafmagnsgítarinn, prenta, ryksuga, þvo þvott, fara á internetið eða bara eitthvað sem tengdist rafmagni.  Það var sama hvað ég gerði mig langaði að STRAUJA.   Í gær eftir að ég frétti að ég hefði ekkert heitt vatn, lá ég í sófanum og dreymdi um að geta vaskað upp og farið í heitt reykkelsisbað. 

Algerlega klikkað þar sem ég fer aldrei í bað og hef straujað einu sinni um ævina! 

Svo spurningin hvað myndir þú taka með þér á eyðieyju hefur verið svarað fyrir mig......straujárn!


Nýja kennitölu takk - þessi virkaði ekki!

Jæja ég hef ákveðið að kveðja sem fyrverandi ég.  Ég hef ákveðið að skipta um kennitölu.  Gamla kennitalan mín er ónýt eða sem sagt 1002763059 er skuldum vafin og ekki pappírsins virði.  Þessi kennitala er líka alltaf að fá innheimtubréf og það er eintómt vesen með hana þessa. 

Planið er að fá nýja kennitölu!  Mér dettur í hug 1002093059 (vona að hún sé laus).  Síðan ætla ég að koma eignum undann með því að flytja þær til Vestmannaeyja og svo aftur í Hafnir í húsið sem ég seldi sjálfri mér áðan á 10.000 krónur.  Þar með er húsið orðið seif ekki satt!  Ég seldi bílinn rétt í þessu á 200 krónur til nýju mín og er frekar sátt við að fá svona hátt verð fyrir hann.  Ég seldi reyndar ekki mótorhjólið mitt en ég gaf sjálfri mér það núna rétt áðan sem bónusgreiðslu. 

Síðan ætla ég að nota 100 þúsund krónur í að kaupa hlutabréf í sjálfri mér og ég ætla kannski að borga mér það til baka þegar hlutabréfin eru búin að margfaldast, en reyndar þarf ég þess kannski ekki þar sem ég get látið greiðsluna ganga uppí bónusgreiðslu til mín eða sem ráðgjafaþóknun því ég þarf jú að kenna nýju kennitölunni hvernig kennitala ég vil að hún sé.  Ef síðan nýja ég er með eitthvað múður um að fá ábyrgð fyrir þessum hlutabréfakaupum mínum í sjálfri mér þá sendi ég henni bara email þar sem ég skipa henni að halda bara kjafti því annars fæ ég mér bara enn nýja kennitölu sem kann að þegja og gera eins og henni er sagt! 

Vá þetta er ógeðslega siðlaust og kemur á óvart hvað þetta er skemmtilegt!  Auðvitað er ég miður mín yfir öllum FIT kostnaðinum og þjónustugjöldunum sem bankinn minn fær ekki.   Auðvitað er ég leið yfir öllum stofnunum sem ekki fá peninginn sinn og vextina og enn leiðari er ég yfir lögfræðistofunum sem ekki geta fengið pening fyrir að klína á skuldir mínar ótrúlegum upphæðum.  En ég veit að ég mun jafna mig. 

En svona án gríns......hvar skipti ég um kennitölu? 


Ekki fyrir viðkvæma!

Já ég skammast mín.  Ég skammast mín ofaní tær og uppí haus.  Ég er hölt af tilfinningum er varða samviskubit og ég er ósofin og friðlaus vegna fjarveru minnar hér.   En þetta hefur allt sína útskýringu.   Ég er búin að vera BISSÍ.  
19.mars frumsýndi ég söngleik á Eyrabakka með snillingunum úr FSU sem heitir Grís Horror og er svar mitt við Grís er riðið hefur yfir heimsbyggðina oft og mörgum sinnum með boðskap sem er svo fáránlegur að það er varla hægt að lesa handrit af Grís án þess að fá hroll af horror. 

Söngleikur þessi gerist í Taimirsky í Rússlandi.  Þar sem hversdagslíf fjöldamorðingjanema í fjöldamorðingjaskólanum kemst í uppnám þegar skólastjórnin ákveður að innrita Fórnarlamb í skólann.  Allt fer í uppnám og þurfa krakkarnir að svara nokkrum áleitum spurningum sem herja á þá í þessari krísu.  Spurningar eins og - er hægt að vera siðblindur og ástfangin á sama tíma? - Er betri lykt af ljóshærðu hári? - Er félagsfræði af hinu vonda? og aðrar áleitnar spurningar sem við spyrjum okkur oft að.  Hér fyrir neðan eru myndir úr söngleiknum og vil ég vara fólk við þeim.  Þetta er samt allt Feik!  Frenchy í FrensyMarty vann í badmintonEftir sýningu blóðug og sveittJan með kærastanum sínumGleði

 

 

 

 

 

 




Næstu sýningar eru Fimmtudaginn 8. apríl, Föstudaginn 9. apríl og svo POWER sýning Laugardaginn 10. Apríl.  


Systkinakeppni nr.2

Við systkinin rétt náðum febrúar inní keppnina "hver er besta sistkynið 2010" nú um helgina.  Nú var ákveðið að horfa á hryllingsmynd saman.   Myndin sem við horfðum á var "the Changeling"  og fjallar um mann sem flytur inní eitthvað hús þar sem speglar, pípulagnir og hjólastóll eru með athyglissýki og svaka læti.  Maðurinn er alltaf jafn hissa á hávaðanum og hleypur aldrei útúr húsinu heldur gengur allaf beint í áttina að hljóðunum alveg grunlaus.  Ég skal viðurkenna að svona fyrripartinn vorum við William soldið tence þar sem það var alltaf svona barnaspiladós að spila í bakgrunni en þegar hljólastóllinn reyndi að keyra manninn niður þá hlógum við og sigruðum þar með keppnina.  Thelma og Þórey voru í taugaáfalli allan tímann og þá sérstaklega Þórey en ég vissi það nú alveg strax.  Skemmtilegast var að öskra reglulega á hana þar sem hún skýldi sér með teppi! 
ofsahræðslasvakahræðsla


ohh ég hefði átt að....

Einhvern tímann fór ég í blómabúð og sá þá svona platta sem á stóð "þú munt sjá eftir hlutunum sem þú gerðir aldrei frekar en eftir hlutunum sem þú gerðir".  Eftir þessa örlagaríkuferð í blómabúðina hef ég reynt að lifa eftir þessu.  En stundum klikka ég og í gær klikkaði ég big time!  Ég hefði átt að klæða mig upp og syngja á öskudaginn.  

Ég hefði átt að ......

...Klæða mig upp sem Jón Ásgeir og fara í bankann og syngja "lets get physical" með Olavíu Newton John og fá niðurfellingu á yfirdrætti og láni sem ég er með.

...Klæða mig upp sem Davíð Oddsson og syngja "einhverstaðar einhvern tímann aftur" og fá ókeypis morgunblað for the rest of my life.

...Klæða mig upp sérstakan saksóknara og fara niðrá sýslumann og syngja "elsku litla pínuponsu pláneta" úr söngleiknum LEG og taka traustu taki alla pappírana sem ýta undir nauðungarsölur og svoleiðis.

...klæða mig upp sem banana og syngja í sjoppunni "þú brennir peninga með því að kveikja í sígarettunni" og fá ársbyrgðir af tóbaki.

...klæða mig upp sem Ólafur Ragnar Grímsson fara uppí Leifsstöð og ekki syngja heldur fljúga hvert á land sem er.

Ég vildi óska að ég hefði gert eitthvað af þessu!  En reyndar í staðinn fór ég á N1 í Hafnarfirði og söng lítinn lagstúf og fékk kaffi latte úr vél!   Já það er sko munur á Jóni og Séra Jóni. 


Blóm og Kransar afþakkaðir

Það hlaut að koma aðþví!  Gamli síminn minn sem ég hef átt síðan um aldamótin er látinn!  Hann neitar frekari samstarfi við mig og stend ég ein uppi.  Því eins og geðveikur leikari með athyglisbresti og athyglissýki ákvað hann að taka öll símanúmer sem hann hafði varðveitt með sér í gröfina.  Ég er búin að fara til Þórahalls miðils til að reyna að ná sambandi við farsímann en ekkert gengur, en allir ættingjar báðu kærlega vel að heilsa. 
Hér með óska ég eftir sms-um í nýja símann minn þar sem þið kynnið ykkur og þar með get ég vistað ykkur í nýja símann minn og haft aftur samband.   Þetta á við alla fjölskyldumeðlimi sem og aðra sem ég hafði áður geymt í dauðvona Nokia.  Númerið mitt er 8227677. 

Blóm og kransar afþakkaðir....en þeir sem vilja minnast símans eru beðnir um að senda sms á mig. 


Fokin í rokinu aftur!

Ég á heima í timburhúsi við vog sem heitir Hafnir.  Í gær nötraði og dansaði litla timburhúsið mitt.  Rafmagnið fór af og litla timburhúsið og ég horfðum á hvort annað spurnaraugum.  "ekkert kaffi" spurði ég litla timburhúsið sem reyndi hvað það gat en náði ekki tengingu við rafmagnið.  Næstum allt sem mér datt í hug að gera í gær tengdist rafmagni með einum eða öðrum hætti.  Oft þurfti ég að stoppa mig.   Ég ætlaði til dæmis að horfa á sjónvarpið meðan ég væri að bíða eftir að rafmagnið kæmi, setja í þvottavél, hlusta á tónlist, baka, ryksuga eða gera bara eitthvað meðan ég væri að bíða.  Það eina sem meikaði sens að gera í gær í myrkrinu var að affrysta ísskápinn og þrífa hann sem ég nennti engan veginn svo ég fór út að leika!   Og þvílíkt rok.  Hér eru myndir. 
rokrok1fokinmamma

Dýrasta póstþjónusta sögunnar!

Það er ekki langt síðan ég uppgötvaði að árið 2010 verður ár lögfræðinganna!  Lögheimtan, Intrum, Lex og aðrir sem sjá um að fara með bréf í póst fyrir t.d íbúðarlánasjóð, bankana, lífeyrissjóðina, tryggingafélögin og aðrar stórar stofnanir munu blómstra í ár.  Hinn venjulegi borgari stendur í Kreppu og þarf að velja hvaða gíróseðla skuli greiða fyrst og hverjir þurfa að mæta afgangi.  Fólk er búið að missa vinnuna sína, hún minnkuð og vextir og afborganir hækkað um mörg prósentustig.  Svo ekki er talað um að ALLT er búið að hækka!  Þeir sem fara best útúr þessari kreppu eru þær stofnanir sem sjá um að senda mér bréf þar sem mér er sagt að ég gat ekki borgað af lánunum mínum, eitthvað sem hefur alls ekki farið framhjá mér síðasta ár.  Þetta hlýtur að vera dýrasta "ekki vinna" í heiminum.  Ef ekki þá allaveganna dýrasta póstþjónusta í heiminum. 

Svo eru aðrir sem réttlæta þessar stofnanir sem "ekki vinna" og segja að þetta séu þó einhverjir sem maður getur samið við!  Já það er svo sem ekkert mál að semja um að greiða eitthvað niður en á það bætist yfirleitt vextir, innheimtukostnaður, þjónustukostnaður, stundum ný þinglýsing, og það eina sem maður samdi um var að greiða þetta á lengri tíma eða seinna sem hlýtur nú bara að hafa verið augljóst ef maður nær ekki að borga það í dag.   

Það er eins og það séu tvö þjóðfélög í gangi.  Eitt þjóðfélag heldur að sér höndum, passar útgjöldin, herðir ólarnar og svo hitt þjóðfélagið sem refsar og þykist ekki taka eftir því að borgararnir eru í kröggum.  

Hér er mynd af svakalega glöðum manni sem hagnast af því að senda innheimtubréf!   Innilega til hamingju með kreppuna! 
Innheimtumaður


Þú skalt engan annan hund tilbiðja en mig!

Ég á brjálæðislega afbrýðissama tík.  Ef ég faðma eitthvað annað en hana vælir hún og lætur öllum illum látum.  Um daginn var ég með hana Esju fósturhundinn minn og það fór reglulega allt á annan endann ef ég sýndi Esju örlitla athygli.  Rósa litla ætlaði bara hreinlega ekki að lifa það af að horfa uppá mig knúsa annan hund!  Veiki hugurinn minn er farin að þróa handrit af stuttmynd um þráhyggju hunds sem endar eins og "single white female" myndin.  Hún endar ekki vel fyrir mig.   Hvort að endirinn sé eitthvað á þessa leið "if I cant have you nobody will" man ég reyndar ekki en það er alveg ljóst að ég þarf að venja Rósu af þessu.  Kannski fæ ég Esju lánaða um næstu helgi og við æfum litla ofdekraða hvolpinn minn í að leyfa öðrum að leika sér með dótið hennar. 
Þú skalt engan annan hund en mig eigaHættu að knúsa hana!  Allt gott í þrjár sekúndur


Janúar áskorun til stjórnvalda! Nei bara til systkina!

Í nokkur ár höfum við systkinin eða aðallega ég fundið þörf hjá okkur eða mér til að komast aðþví hver sé í raun besta systkinið.  Um þessi jól fékk ég þá hugmynd að nota árið 2010 til að komast aðþví endanlega.  Á þessu ári mun ég skora 12 sinnum á systkini mín og var fyrsta áskorunin í gær í Go Kart brautinni á Korputorgi.  Keyrðum við um í tíumínútur á ljóshraða og kepptum við um hver fór hraðast hringinn!   Eitthvað heyrði Thelma nú vitlaust og keppti um eitthvað allt annað sem við skiljum ekki ennþá hvað var en okkur skildist nú að hún hafi tapað líka í því.  William Thomas bar sigur úr býtum í þetta sinn en ég held að það hafi verið skónum mínum að kenna, því ég keppti í inniskóm.  Sem sagt Janúar áskorunin er búin og í febrúar ætlum við að horfa á viðbjóðslega hryllingsmynd saman og sá sem lokar aldrei augunum nema til að blikka er besta systkynið í febrúar!  Mig grunar að Þórey muni ekki sigra í febrúar.  Sorry!  
Á ljóshraðaÖll að leggja afstaðWilliam VannFullorðna fólkið


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband