Færsluflokkur: Bloggar
15.2.2008 | 11:28
Ég bara spyr?
Ég er oft að pæla í hinu og þessu og kannski getið þið hjálpað mér eitthvað áleiðis í leit minni af svörum.
Fær fólk sem er t.d í gæsluvarðhaldi fær það sjálfkrafa frest til að skila inn skattaskýrslunni? Æi bara afþví að það er þá væntanlega í fæði og gistingu hjá ríkinu ég var bara að pæla hvort stofnanir töluðu saman.
Annað sem ég er búin að vera að pæla í lengi er: Fyrst þeim finnst svona leiðinlegt að þurfa að hækka stýrivexti, afhverju gera þeir það þá?
Þegar einhver segir við mann að maður eigi ekki að fara fyrr en að vel ígrunduðu máli, er það þá nóg að fara á afvikin stað í fimm mínútur og hugsa stíft um það og fara síðan..Er það nógu vel ígrundað? Ég meina hver er ISO staðallinn fyrir vel ígrundað.
Við hvaða punkt á sólinni er miðað við þegar við förum einn hring í kring um hana og köllum það ár. Hvenær vitum við nákvæmlega að við höfum farið einn hring. Eru ekki allir punktarnir jafn gulir.
Hvað þýða síðust fjórir stafirnir í kennitölunni (fyrir utan þann síðasts sem ég fatta hvernig virkar). Mínar tölur eru 3059. Hvað þýðir 305?
Til hvers að kjósa, þegar það skiptir engu máli fjöldi atkvæða um hver verður borgarstjóri, ráðherra eða einhvers konar yfirvald. Til hvers?
Hvernig vitum við að þegar við stillum á 38 gráður á blöndunartækinu í sturtunni að það verði nákvæmlega 38 gráður? Er gervigreind í blöndunartækjum sem kosta innan við 15 þús kallinn? Ef svo er, get ég kennt henni að ryksuga?
Hvernig hár er Reynir Traustason með? Hann er alltaf með hatt og mig langar svo að vita hvort hann sé krullaður, sköllóttur eða með slöngulokka.
Hver framleiðir nagla? Better yet, hvaða fyrirtæki nennir því?
Æi bara ég vaknaði í morgun með þessar spurningar á heilanum. Er reyndar með kvef og næ ekki að fókusera á þann part í heilanum sem geymir allan barnaskólann minn. Ég hef of mikinn tíma það er málið...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
14.2.2008 | 16:23
Er "Y" í orðinu "veruleikafirrt"?
"Mikill öryggisviðbúnaður er á sjúkrahúsinu þar sem söng- og leikkonan Jennifer Lopez ætlar að fæða á. Starfsfólk á sjúkrahúsinu á Long Island í Bandaríkjunum tók allt þátt í æfingu á föstudag þar sem viðbúnaður við því ef barni er rænt var æfður." mbl.is
Frábært veganesti útí lífið fyrir litlu "salsa" greyin. Þau eru orðin veruleikafirrt áður en þau fæðast!!
En reyndar ætla ég að tileinka mér þetta, rétt í þessu hafði ég samband við Bónus búðina í Njarðvík og fékk að tala við verslunarstjórann. Ég tjáði honum að ég ætlaði að koma og versla þar svona um fimmleytið og hvort þau gætu verið búin að æfa ótímabært brotthvarf mitt af öðrum aðila áður en ég kæmi. Ég bjallaði síðan í BYKO og bað konuna á símanum að kalla út brunaæfingu hið snarasta því ég væri útá bílastæðinu og kæmi ekki inn fyrr en ég væri 100 prósent viss um að brunaleiðir væru aðgengilegar og að starfsfólkið sem yfirleitt veit ekki einu sinni hvað hlutirnir kosta gerði sér grein fyrir hvort það ætti að vera inni að passa múlinex tækin eða hlaupa út úr eldtungunum ef svo bæri undir. Korteri seinna renndi ég uppað bílalúgu KFC og bað konuna um að rétta mér yfirlitsblaðið um verkskipulag starsmanna ef suðurlands jarðskjálftinn kæmi nú einhvern tímann. Nú bíð ég fyrir utan Bónus og er að gera það upp við mig hvort ég eigi að þora inn og er að reyna að meta eftir minni líkamsstyrk starfsmanna ef að einhver skildi vilja ræna mér þegar ég kaupi nýlenduvörurnar mínar.
Já ég skil hana Jenny from the block....mér finnst bara glatað að bara starfsfólk sjúkrahússins hafi tekið þátt, ég hefði beðið um allt Long Island og ekkert minna, enda ekki veruleikafirrt eins og sumir..
Mikill viðbúnaður á sjúkrahúsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
12.2.2008 | 13:30
Meira drama takk
Ég ætlaði svo sem ekki að blogga um þetta mál, en því miður ég finn mig knúna til að skrifta og játa. Ég undirrituð hef algerlega óviljandi og svolítið viljandi fylgst með sápuóperunni "Ráðhúsið" í nokkurn tíma og haft gaman af. Fannst það vel leikið, með skemmtilegum leikfléttum og klippingin alveg æðisleg. Karakterbyggingin góð, sá gamli geðveiki, maðurinn með hárkolluna, Ungi myndarlegi læknirinn, reiða konan, tilfinninganæmi maðurinn og svo mætti lengi telja.
Já ég hef nefnilega fylgst mjög vel með þessum þáttum og haft verulega andstyggilega gaman af...eiginlega alveg þangað til í gær. Þátturinn í gær var ekki góður!
Tvær verulega illa leiknar senur af annars frábærum leikurum og það var eins og leikstjórinn hefði engan áhuga á sögunni og framvinda var engin. Eftir þáttinn sátum við kötturinn Emil hálf rugluð og vissum ekkert hver staðan væri. Fyrsta senan sem böggaði mig var þegar karakterinn Villi Vil ætlar að halda blaðamannafund klukkan 13 en mætti ekki á hann fyrr en klukkan 14, nota bene blaðamannafundur sem hann boðaði. Nú ok svo byrjaði blaðamannafundarsenan, ég sat spennt fremst á sófabríkinni og hélt niðri mér andanum .....
"já takk fyrir að koma, ég ætlaði nú bara að segja að það er ekkert frá að segja og ég ætla að halda áfram að tala við mitt fólk og bla bla bla bla!...." Sagði Villi Vil og drakk vatn...arrrrgg þvílík vonbrigði, ekkert drama, engin spenna EKKERT. Ég fór að spá hvort að verkfall höfunda í Hollywood væri farið að hafa áhrif á Ráðhús þættina. Jæjja þetta var ekki búið. Næsta sena gerðist í Kastljós setti Ríkissjónvarpsins (sem er reyndar núna VarRíkissjónvarpið), og þar sat borgarstjórinn geðglaður og talaði um hversu góða stefnuskrá hann væri með. Alveg sama hversu mikið mótleikari hans spyrillinn reyndi að spæsa upp söguna, ekkert virkaði og senan með annars ágætum leikurum var hálf máttlaus og laus við allt drama sem einkennt hefur þættina og skapað þeim vinsælda. Það var reyndar eins og Óli F sem leikur borgarstjórann væri bara á annari plánetu og lék undir getu allan tímann. Aðrir sem yfirleitt leika í þáttunum sáust ekki og saknaði ég þar reiðu konunnar (uppáhaldið mitt) Gísla Glaða og Hönnu Handy, einnig sást myndarlegi læknirinn með krullurnar og rauða bindið ekkert heldur og var þátturinn ekkert betri fyrir það. En senuþjófur gærdagsins var samt án efa hún María Sigrún fréttamaður Rúv sem kom sá og sigraði þegar biðin eftir Villa var orðin löng.
Ég vona að handritshöfundar þáttanna komist bráðum aftur í gírinn því ef þetta er það sem koma skal þá er ég hætt að horfa og stilli á skjá 1 í staðinn.
MEIRA DRAMA TAKK
kveðja Áhorfandi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.2.2008 | 14:53
Skítt með Krabbamein, þetta er það sem skiptir máli!
Alltaf reglulega koma svona fréttir af vísindamönnum sem eru að rannsaka hitt og þetta.....En hvað með að eyða tímanum sínum í að rannsaka krabbamein, alnæmi, world hunger, umhverfismál og annað sem skiptir máli og reyna að finna lausnir og líkn?
Ég bloggaði á sínum tíma um rannsóknina sem gerð var á 250.000 norskum karlmönnum þar sem kom framm að elsta barnið er alltaf gáfaðara. Eruð þið ekki að grínast. Nú eru japanskir vísindamenn búnir að finna það út að ef þú felur tilfinningar þínar lengi bakvið grímu og brosir til að fela það, þá ertu í vondum málum. Mig langar að vita hversu langan tíma það tók þessa vísindamenn að komast að þessari niðurstöðu. Síðan langar mig að tala við þessa vísindamenn og segja þeim að á Íslandi fær fólk í þjónustugeiranum enga þjálfun í að brosa, brosir ekki en er samt að drepast úr þunglyndi og depurð! Stundum svo slæmt að algert áhugaleysi drýpur af þeim við afgreiðslustarfið.
Hér eru hugmyndir af rannsóknum sem verða örugglega gerðar fljótlega á kostnað skattgreiðenda heimsins og munu sjálfsagt bæta lífskjör okkar til muna, ef ekki algjörlega!
1.Verður fólk þreytt ef það hleypur lengi? (legg til að norskir vísindamenn sjái um þetta og það muni taka 6 ár og úrtakið verði fólk á aldrinum 20 til 66 ára sem ekki reykir).
2.Verður maður blautur af vatni?
3.Fá ljóshærðir frekar hiksta heldur en fólk með annan hárlit?
4.Er vont að meiða sig?
5.Og síðast en ekki síst rannsókn til að rannsaka hvort svona rannsóknir séu óþarfar með öllu?
Varað við of miklu brosmildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.2.2008 | 11:08
Veðurhorfur næsta sólarhringinn!!!!
Þegar maður æfir tennis, þá er kannski gott að hita upp með svona tennisvél þar sem endalaust af gulum kúlum er skotið í áttina að þér og þú sveiflar hendinni og slærð boltunum til baka. Þannig verður þú tennissnillingur. Hvað verður maður þá ef maður býr í bárujárnshúsi á suðurnesjum og á hverjum degi stendur maður á móti stormviðvörun þetta og stormviðvörum hitt. Verður maður heimsmeistari í Hafnaríbúun?
Þegar ég kveikti á útvarpinu í morgun, var það fyrsta sem ég heyrði "stormviðvörun ...bla bla bla". Ég stóð sjálfan mig aðþví að gefa útvarpinu fuck merki.
En í alvöru talandi um eldskírn. Þessi vetur hefur verið stórkostlega mikil æfing fyrir að búa hérna og ég veit ekki hvort að þetta verði einhvern tímann toppað. Ég og Guðbjörg erum komnar í rosaþjálfun og með afbrigðum FITT að búa hér. Við brunum í gegnum snjóskafla og skautum eftir hálkublettum á Reykjanesbrautinni eins og samlíkingar í lélegu atómljóði. Við höfum lært á stuttum tíma, hvaða matvörur er gott að eiga þegar maður verður innlygsa og erum komnar með ljóshraða kunnáttu á vindátt og vindhraða. Við kunnum orðið að kasta innyflum á stofugólfið og lesa úr þeim veðurspá vikunnar og ég get séð fyrir um rakastig morgundagsins með því einu að beygja mig í hnjánum. Það er eins og þessi kunnátta hafi blundað í okkur Guðbjörgu alla okkar ævi. Við erum meira að segja komnar með orðaforða sem ég ætlaði aldrei að tileinka mér, nú nota ég orð eins og " á annesjum, ársspönn, úrkoma, norðnorðaustan, glettingi ". Göngulag okkar hefur líka breyst! Í staðinn fyrir að ganga upprétt eins og forfeður okkar voru lengi að læra, göngum við núna samanreknar, bognar í baki, sveiflandi höndum framfyrir okkur eins og til að taka í ímyndaða staura, og rekum hausinn á undan okkur með hvirfilinn að leiðarljósi. Þetta göngulag virkar úti, en ég verð að viðurkenna að þykir ekki jafn fínt þegar maður ætlar að ganga þokkafullt um nýja húsið sitt. Nú vona ég bara að þetta litla örlíf úr þjóðminjasafninu og þetta veðurstöðvaþema sem við búum við fari að ganga yfir og við getum farið að njóta þess að búa í litlu bárujárnshúsi við sjóinn í Höfnum!
Annars á ég afmæli í dag og viti menn, það er hálka á Reykjanesbrautinni, 20 til 25 metrar á sekúndu á annesjum og fólk varað við að vera á ferli nema að vel ígrunduðu máli.......ansk....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
13.12.2007 | 10:32
Survivor Hafnir
Mér finnst að næsta sería í raunveruleika þættinum Survivor ætti að vera tekin upp í Höfnum á Íslandi. Þegar við fluttum í húsið var ekkert kalt vatn í húsinu, gluggarnir láku og náttúrulega allt dótið mitt sem ég nota við að viðhalda sjálfri mér og fúnkera í samfélaginu í kössum útum allt. Það er smá vandamál ef maður þarf alltí einu hárbursta og fer inní stofu þar sem 120 brúnir kassar eru upp staflaðir og það eina sem stendur á þeim er "ýmisslegt". Eins og það meikaði flottan sens að skrifa á kassana "ýmisslegt" þá er gallinn við það að koma í ljós þessa dagana. Survivor fólkið sem hafði búið á undan okkur í slottinu hafði bjargað sér með brúnu límbandi ef upp komu vandamál. t.d brúnt límband hélt við stigahandriðið, lokaði fyrir leka inná skrifstofu, hélt uppi þremur rafmagnsdósum, hélt upp brotnum krana á ofninum inná baði og alls staðar sér maður hvernig brúnt límband hefur verið svona uppfinning ársins og lausn allra mála. En alla síðustu viku hef ég þurft að bjarga mér. Það er til dæmis hægt að raka sig undir höndunum með dúkahníf, greiða sér með plast kíttisspaða sem maður hefur notað dúkahnífinn á til að gera rendur í, þvo sér uppúr múrblöndubala, tannbursta sig útí garði, og nota stíflueyði sem svitalyktaeyði. Ég skal reyndar viðurkenna að þetta er ekki svona galakvöldslausn en þetta virkar fyrir óteljandi ferðir í Byko. Það er mjög skrítið að í Byko er ekki mikið úrval lengur af byggingavörum, en þvílíkt magn af jólaljósum og heimilistækjum. Óþolandi þegar búðir breytast hægt og rólega, ef þetta heldur svona áfram verður örugglega hægt að kaupa skrúfur og borvélar í Virku, en Byko verður matvöruverslun. En keppnin heldur áfram og ef að vel gengur í dag, fæ ég kannski "amunity" og get hringt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
6.12.2007 | 15:01
Í Höfnum er barn oss fætt, fallalalala falalalalala
Það er mjög skemmtilegt að geta gert hlutina sjálfur, svona í iðnaðarmannaskilningi hlutanna. En þegar uppfærsla á húsinu mínu er lokið þá ætla ég að strengja þess heit, að gera aldrei aftur neitt iðnaðarmannalegt, heldur styrkja hagkerfið okkar og ráða menn til starfa. Mér hefur reyndar alltaf fundist ég frekar sæt og sexý þegar ég er að iðnaðarmannast, hef séð sjálfan mig í guðlegu ljósi haldandi á verkfærum og gera hlutina bara sjálf, en í gær hvarf sú glansmynd og í staðinn kom grámyglulegur sannleikurinn uppá yfirborðið. "Ég er ekki handlaginn". Ég veit ekki hvort ég mun jafna mig á þessu eða hvort að það er bara til að auka á karakterstyrk minn að uppgötva þennan galla í fari mínu. Aftur á móti fór ég með miklum vonbrigðum að sofa í gærkveldi eftir að hafa barist við gólf, múrblöndur og fáránlega vél sem var næstum búin að drepa mig af æsing. Skemmtilegt þegar vélar eru ofvirkar.... Þetta byrjaði á því að einhverjum (Guðbjörgu) datt í hug að gott væri að flota part af eldhúsgólfinu og pússa restina upp með vél frá helvíti. Vélin er svona púss vél 7000 og er sennilega ef ekki örugglega barnabarn satans. Nema hvað, framan á henni er svona Amish taupoki sem á að fúnkera þannig að allt sag fer í hann og er þar kjurrt þangað til maður tæmir hann. Nema hvað, þegar helv...vélin fer afstað þá fyllist pokinn af lofti og það er engin leið að sjá hvort hann sé að fyllast, hálftómur eða hvernig ástandið er á honum. Ég fór snemma að hafa áhyggjur af pokanum þangað til það var farið að snúast uppí þráhyggju, ég lét undan og þegar ég ætlaði að taka pokann af til að kíkja inní hann, þá var hann flæktur um mótorinn. Iðnaðarmaðurinn sem ég er ákvað að besta leiðin væri að nota töluvert afl, svo ég spyrnti við fótunum og reif duglega í fornaldar taupokann. nei nei, afturábak skutlaðist ég með pokann hálfopin í hendinni og fagmannlega dreifði hárfínu sagryki í allar áttir og reyndar að mestum hluta yfir andlit mitt. Ég missi mig nú ekki oft en þarna þar sem ég stóð á fína eldhúsgólfinu með sagið snjóandi niður í kringum mig komst ég í geðveikt jólaskap, lyktin af sagi minnti mig á hina fyrstu jólanótt og reyndar síðan aftur þegar ég fór að sofa og komst að því að rúmið mitt var þakið sagi og ryki. Mér leið eins og jesúbarninu í jötunni og sofnaði vært með 400 agnarsmáar sagflísar kitlandi líkama minn á stöðum þar sem ekki sést oft til sólar. Þannig að ...elskurnar mínar, lærið að mistökum mínum og pantið iðnaðarmann, þeir fá borgað fyrir að tálga timbrið úr buxunum.....og geta leikið sér endalaust að klóra sér í rassgatinu, nú vitum við þó afhverju? Helv...pokinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.12.2007 | 10:50
Universe 2
Það er skrítið að búa á Íslandi þessa dagana. Það eins og opnað hafi verið fyrir einn hliðstæðan heim í bland við þann raunveruleika sem við eigum að venjast. Ekkert hefur svo sem breyst, maður vaknar enn eldsnemma í vinnuna og vinnur. Hringir í pípara og rafvirkja og svona, og allt gengur sinn vanagang. Við fyrstu sýn virðist ekkert hafa breyst, en síðan.........fer maður inní kringluna eða smáralind og jólin hafa hafið innreið sína. Ég er búin að vera að hugsa um allt annað en jólin undanfarið, vinnuna, húsið mitt og hitt og þetta og einhvern veginn gleymdi ég að það er til annar heimur sem heitir JÓL NÁLGAST. Fékk létt taugaáfall í dag, þegar ég þurfti vinnu minnar vegna að skreppa inní Smáralind að ná í Router. Eitt lítið jólalag með Röggu Gísla hljómaði í hátalarakerfinu og risajólakúlur héngu yfir mér eins og samviskubitsfallöxi og ég fann að ég var ekki komin með vegabréf inní þennan heim. Fólkið í búðinni var alltl með jólahúfur og allir auglýsingaborðar hrópuðu Jól og jólatilboð, og gott ef að þeir gáfu það ekki í skyn að ég væri fáviti ef ég notaði ekki nýja jólasveina tilboðið í nettengingu! Ekki misskilja mig, ég er jólabarn. Elska allt sambandi við jólin, hefðirnar, laufabrauð, ísinn í eftirrétt, gjafirnar og hátíðleikann ég var bara ekki tilbúin. Jólin þetta árið eru að verða eins og deadline sem ég veit ekki hvort ég næ, ég bý nú í húsi með engu vatni og engu eldhúsi og mig vantar símanúmer eða netfang eða eitthvað til að semja um frestun á jólahaldi. Þarf akkúrat núna að semja við drottnara tímans um einmitt meiri tíma. Get ekki einu sinni skrifað jólagjafalista því ég veit ekki í hvaða kassa blöðin eru og penninn sem ég átti uppi við í gær, notaði ég við að hræra málningu. Reyndar hefst þetta nú alltaf samt á endanum og kvíði gærdagsins verður yfirleitt að sigrum morgundagsins, en það er nú samt bara einhvern veginn þannig að þegar maður er í miðri hringiðu verkefnanna þá líður manni eins og það sé alltaf jafn langt í land. Er ekki málið að gleyma þessu bara og keyra þetta áfram. Segi svona.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
30.11.2007 | 14:12
Er nú fjandinn orðin aftur laus
Nú er allt farið til fjandans. Fólk er farið að stoppa mig útá götu og kalla mig svikara, marbendil og ég hef heyrt útundan mér að það eigi að stofna íþróttamót sem heitir "grýtum blogg svikarann Garúnu". Ég verð reyndar að viðurkenna að ég hef saknað þessa samfélags sem mér finnst ég tilheyra. Hef staðið sjálfan mig aðþví að standa upp við vegg á tökustöðunum fjarræn í augnaráði og finna söknuðar tilfinninguna hellast yfir mig eins og heitt joð. Hugsa til Jennýar, Jónu, Dagmar og já bara ykkar allra. En hetjan sem ég er þá hef ég alltaf bitið á jaxlinn, brett upp ermarnar og haldið áfram af atorku vitandi það að bráðum mun ég hafa tíma til að endurfæðast inní heim bloggara Íslands. Jamm. Sem sagt. Það er búið að vera brjálað að gera hjá mér, er að fá afhent húsið mitt á morgun, búin að pakka öllu nema gömlu eldspýtnabréfunum og henda fjórum gámum af dóti sem ég hafði talið mig tengda tilfinningaböndum. Ég er einnig búin að vera í 8 kvikmyndaverkefnum undanfarna 37 daga og mun eiga frí næst 10 desember. Ok svo að mér er fyrirgefið er það ekki...jújú.
Nú ætla ég að fara að flytja og hef síðan samband seinna... já já ég lofa og lofa að það verði ekki langt.....En hér fyrir neðan er mynd af húsinu mínu..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
19.10.2007 | 09:18
Hliðstæðir heimar
Þetta litla samfélag sem við búum í er stundum sú mesta krúttsprengja sem ég veit um, og alltaf reglulega finnst mér mörkin á milli samfélagas okkar hér á þessari eyju og Andabæjar í Andrés Önd blöðunum verða óskýrari. Það væri til dæmis flott saga í Andrés blaði ef að Hexía de Trix myndi kveikja á friðarsúlu og daginn eftir myndi spilling í borgarstjórn upprættast. Töfrar huh! Ef maður les fyrirsagnirnar á mbl.is eða visi.is og grípur svo í Andrés Andar blað þá er það frekar freaky hvað það er mikill samhljómur. Á vísi í morgun var frétt, um konu í kópavoginum sem stóð útá svölum hjá sér í nótt og öskraði úr sér lungun því hún var svo reið og pirruð. Í staðinn fyrir að skutla henni í kældann klefa niðrá Hlemm, fékk hún bíltúr uppí Heiðmörk þar sem hún fékk útrás fyrir reiði sína. Síðan skutl heim. Ég er kannski klikkuð en þarna finnst mér vel farið með löggæsluna. Ég þori að veðja að konan hermir ekki eftir norska ópinu aftur innan um blómin sín á svölunum sínum. Töff. Önnur frétt er á mbl þar sem því er haldið fram að Jón Arnór körfuboltakappi hafi kunnað vel við sig í ólátunum sem dundu yfir leikmenn á síðustu mínútum leiks sem hann var að spila í Bandaríkjunum. Já Íslendingar fíla kaos og óskipulag. Hann Andrés Önd reglulega rústar einhverju stóru í Andabæ, hans gjörðir hafa yfirleitt alvarlegar afleiðingar svo sem að styttur, fornminjar, verksmiðjur eða önnur stór mannvirki jafnast við jörðu og stundum flæðir alls konar ógeð yfir Andabæ og þetta er iðulega Andrési að kenna. Hvað gerir Andrés? Hann flýr. Sögurnar enda yfirleitt það sem hann er einn í tjaldi í "Fjarkistan" eða "langtiburtustan" og bíður þar til aðrir íbúar gleyma. Það tekur yfirleitt viku, því í næsta tölublaði er Andrés komin aftur heim algjörlega á núll reit og getur byrjað að rústa öllu uppá nýtt. Soldið eins og Íslendingar ekki satt, ef einhver kúkar uppá bak, þá er allt brjálað í viku en í næstu kostningum þá er allt gleymt og að minnast á eitthvað sem gerðist í "gær" er glatað og ekki kúl. Við erum gleymin þjóð og það þýðir ekki endilega að við erum fljót að fyrirgefa, við lifum bara hratt. Jóakim Aðalönd vill bara græða, hann verður ríkari og ríkari meðan Andrés skuldar meira og meira. Hábeinn heppni vinnur ekki, hann er latur og þekkir rétta fólkið. Hann er alltaf á réttum stað á réttum tíma og gengur í gegnum lífið án þess að hafa mikið fyrir því. Það eru fullt af karakterum í Andrés Önd blöðunum sem mér finnst við geta séð einnig í fyrirsögnum og í fréttum úr dagblöðunum, til dæmis þá eru allar lögreglur hundar, eldri konur beljur, vitlaust fólk fuglar með langan gogg, söguhetjur með lítinn gogg og án undantekninga er borgarstjórinn í Andabæ svín.
Skrítið....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william