Samgöngur á Vestfjörðum.

Eigum við ekki fyrst að laga vegi landsins áður en við kaupum allar þessar myndavélar.  Ég vil bara í svona fljótu bragði nefna, veginn til Vopnafjarðar, Djúpið, Strandirnar.  Laga þetta og taka síðan mynd af því.   Hér er dæmisaga um ferð mína til Ísafjarðar í fyrra.  

Ég lagði afstað til Ísafjarðar með Guðbjörgu strax eftir morgunmat, þriðjudaginn 16.maí svona um tíuleytið, þremur árum seinna kom ég til Ísafjarðar.  Rosalega lengi á leiðinni.  Annars var mjög fallegt á leiðinni hingað en ég naut þess nú ekkert rosalega, var við dauðans dyr alla leiðina.  Mamma hringdi í mig þegar ég var komin framhjá Borðeyri. 

Mamma:  Hæ elskan hvar ertu núna?

Ég:  Nú ég er bara að reyna að drepa mig mamma mín á Vestfjörðum, hvað ert þú að gera? 

Ég sver það mér leið eins og landsnámsmanni á Toyotu að keyra hingað.  Vegirnir eru brattir, mjóir, malarvegir og svona sýnikennslulegir hvernig ekki á að leggja bundið slitlag.  Ég er mjög bílhrædd, Guðbjörg mín hefur yfirleitt mikinn og góðan skilning á því en það komu geðveikir álagsblettir í hjónabandið, við Reykjanesafleggjarann, á Steingrímsfjarðarheiði, Í firði 1, 2, 3 og 12, þegar við mættum Landsflutningabílnum, Samskipsbílnum, Eimskipsbílnum, Póstbílnum, og litlu Nissan Micrunni sem með sinni gífurlegri breidd náði að loka veginum, á hengiflugi 19.  Þegar við mjökuðumst framhjá henni sá ég í hvítuna í augunum á ökumanninum sem með telepathy lét mig vita að það versta ætti eftir að koma.  Ég lokaði augunum um leið og Toyotan mín sleikti vegkantinn og ég hugsaði með mér hvort það væri ekki geðveikur bömmer að það síðasta sem ég myndi sjá í þessu lífi væri fjólublá Nissan Micra.

Ekki batnaði ástandið þegar við mættum upphækkuðum extra breiðum Björgunarsveitarbíl, sem ég reyndi reyndar að stoppa til að láta þá vita í hvaða blóðflokki ég væri í og sækja um kort til að gefa innyfli mín að mér látinni.  Mennirnir í þeim bíl ignoruðu mig algerlega og héldu áfram að stilla talstöðvarnar sínar á meðan þeir þröngvuðu okkur útí kant á meðan þeir keyrðu framhjá okkur.  Meðan ég talaði um hversu hræðilegt þetta væri og í rauninni  væri ferðalagi bara áfall á áfall ofan, hló Guðbjörg og talaði um að  þetta væri bara svona og  ég ætti að nota  þetta til að yfirvinna ótta minn við malarvegi  blandaða  hengiflugi.  Einmitt.   Það er mikill FEAR FACTOR  að keyra um vegi Íslands. 



mbl.is Hraðamyndavélar í gagnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú hélt ég beinlínis að ég myndi andast úr hlátri.  Hvað er það með þig og ferðalög? 

Á eftir að fara Vestfriðina, en hef alltaf haldið að þeir tilheyrðu ekki Íslandi.  Núna eru þeir "inn" og ég auðvitað í startholunum, en miðað við lýsinguna þá held ég að ég skoði þá á netinu bara.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.7.2007 kl. 13:25

2 Smámynd: Nexa

Sjitt - ég er alvarlega að spá í að sleppa því að mæta á næsta ættarmót í Dýrafirðinum.

Ég slapp síðast við þetta ferðalag af því Stubburinn var svo lítill, en næsta mót er 2009. Kannski þeir verði búnir að laga vegina þá? Heh, ein bjartsýn! 

Nexa, 24.7.2007 kl. 15:17

3 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Það hefur sem sagt ekkert gerst í vegakerfinu þarna síðan ég var að ferðast á vestfjörðunum sem barn - það var um miðja síðustu öld.

Halldóra Halldórsdóttir, 24.7.2007 kl. 17:54

4 Smámynd: Garún

Nei það hefur ekkert breyst!  En kannski er það einmitt málið.  Kannski eru vegirnir útá landi laumu samgöngusafn fyrri tíma.  Alla veganna upplifir maður sjálfan sig í fortíðinni akandi um landið sitt.  Um leið og þú ferð útaf Þjóðvegi 1.  Þá er eins og þú keyrir í gegnum tímahlið til fortíðar.  Gaman ef það væri bara ekki svona hættulegt. 

Garún, 24.7.2007 kl. 18:20

5 Smámynd: Bros

Það segir nú í íslensku dægurlagi sem var vinsælt þegar Brosið var upp á sitt besta: ég ætla að glíma í allan dag við þjóðveginn - og líka: ....skrepptu burtu úr bænum, streytuna alla þreytuna sendu langt út á sjó.  

Ekki veit ég alveg á hverju sá sem að samdi þessa texta var...það hafa örugglega verið gul/bleik/rauð röndóttar töflur úr bládoppóttu glasi.  Ég er búin að komast að því Gullin að bloggið þitt les maður ekki nema vera búin að ræða við kallinn.  Þú skilur. 

Bros, 24.7.2007 kl. 19:19

6 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Hér í Svíþjóð er nýlega búið að gera úttekt á þessum vélum og niðurstaðan var að þær draga úr hraðaakstri og að hægt er að greina andlit ökumanns í meirihluta tilvika. Það var þó háð myrkri og veðurskilyrðum hve nákvæmar vélarnar voru. Í Svíþjóð er það nefnilega ekki eigandi bílsins sem er ábirgur, heldu ökumaðurinn.

Kostnaður fyrir Ísland allt ? = e.t.v. á við fáeina metra af eðalveg fyrir 100 persónur? Hinsvegar sparar þetta margar krónur í ummönnun fatlaðra ár hvert.

Ásgeir Rúnar Helgason, 24.7.2007 kl. 20:09

7 Smámynd: Begga

Það búa nú fleiri en 100 manns á westfjörðum sem hafa sama rétt á að keyra á öruggum vegum og "malarbúar"  Ásgeir. Ætti ekki að þurfa að setja þessar myndavélar upp ef fólk keyriði eftir aðstæðum. Hversu mörg slys heldurðu að yrðu á westfjörðum ef fólk þar æki ekki eftir aðstæðum????  Þarf ekki alltaf að æpa , tvöföldun og hraðamyndavélar við hvert slys ef fólk tæki tillit til aðstæðna hverju sinni. En þetta er bara mín skoðun. :)

Begga, 27.7.2007 kl. 12:46

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jamm...betra að sjá til þess að menn geti mætt í myndatökuna áður en að vélarnar eru settar upp.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.7.2007 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband