Mótþróaþrjóskuröskun

Guðbjörg mín getur verið óþolandi, haldinn óbilandi mótþróaþrjóskuröskun, sem lýsir sér þannig að Hún er alltaf ósammála mér.  T.d. Ef ég er að borða appelsínu, og mér finnst eitthvað skrítið bragð, og segi það upphátt þá finnst henni það bara vera vitleysa og reynir að finna þrjátíu aðrar útskýringar.  Ég segi að appelsínan sé örugglega ónýt og búðin sem ég keypti hana í sé hreint út sagt troðfull af hálfvitum! Nei nei  þá er það ekki búðinni að kenna, né birgjum, né neinum öðrum, þetta sé örugglega bara af  því að ég reyki og drekk svo mikið kaffi að ég er búin að eyðileggja bragðlaukana.  Meiri að segja þegar ég sýni myglublettinn í miðri appelsínunni þá er það samt mér að kenna, ég hafi ekki geymt appelsínuna við rétt hitastig og hef örugglega smitað hana með því að ganga ekki frá henni í sér útbúna grænmetispoka í búðinni sem er viðurkennt athæfi allra sem vilja fá góðar appelsínur.  Þegar ég er búin að grýta mygluðu appelsínunni í hausinn á henni, stendur hún upp móðurlega og dæsir.  Fer á Internetið, slær upp staðlaráði Íslands og þylur upp fyrir mér, reglugerðum um geymslu matvæla, svo sem grænmetis og að það sé mikill misskilningur að geyma eigi ávexti við stofuhita, heldur er 0,6 gráðu hitastig sem er víst leiðbeinandi hitastig fyrir ísskápa kjörhiti fyrir ávexti og grænmeti.  Á þessum tímapunkti drep ég hana oft í huganum, hendi appelsínunni og fer í fýlu.  Mótþróaþrjóskuröskun er viðbjóðslegt fyrirbæri í hjónabandi.   Meira um það á morgun. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband