Dýrasta póstþjónusta sögunnar!

Það er ekki langt síðan ég uppgötvaði að árið 2010 verður ár lögfræðinganna!  Lögheimtan, Intrum, Lex og aðrir sem sjá um að fara með bréf í póst fyrir t.d íbúðarlánasjóð, bankana, lífeyrissjóðina, tryggingafélögin og aðrar stórar stofnanir munu blómstra í ár.  Hinn venjulegi borgari stendur í Kreppu og þarf að velja hvaða gíróseðla skuli greiða fyrst og hverjir þurfa að mæta afgangi.  Fólk er búið að missa vinnuna sína, hún minnkuð og vextir og afborganir hækkað um mörg prósentustig.  Svo ekki er talað um að ALLT er búið að hækka!  Þeir sem fara best útúr þessari kreppu eru þær stofnanir sem sjá um að senda mér bréf þar sem mér er sagt að ég gat ekki borgað af lánunum mínum, eitthvað sem hefur alls ekki farið framhjá mér síðasta ár.  Þetta hlýtur að vera dýrasta "ekki vinna" í heiminum.  Ef ekki þá allaveganna dýrasta póstþjónusta í heiminum. 

Svo eru aðrir sem réttlæta þessar stofnanir sem "ekki vinna" og segja að þetta séu þó einhverjir sem maður getur samið við!  Já það er svo sem ekkert mál að semja um að greiða eitthvað niður en á það bætist yfirleitt vextir, innheimtukostnaður, þjónustukostnaður, stundum ný þinglýsing, og það eina sem maður samdi um var að greiða þetta á lengri tíma eða seinna sem hlýtur nú bara að hafa verið augljóst ef maður nær ekki að borga það í dag.   

Það er eins og það séu tvö þjóðfélög í gangi.  Eitt þjóðfélag heldur að sér höndum, passar útgjöldin, herðir ólarnar og svo hitt þjóðfélagið sem refsar og þykist ekki taka eftir því að borgararnir eru í kröggum.  

Hér er mynd af svakalega glöðum manni sem hagnast af því að senda innheimtubréf!   Innilega til hamingju með kreppuna! 
Innheimtumaður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill!

Auður Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 21:07

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Þetta er fyrsta bloggið þitt sem ég skil bara ekki eitt stakasta orð í!! ..

Róslín A. Valdemarsdóttir, 17.1.2010 kl. 00:20

3 identicon

Mikið er ég sammála þér, mín kæra... mamma var einmitt að orða þetta eitthvað svipað - lögfræðingarnir bjuggu til kreppuna og græða örrugglega mest á henni ;)  kannski þeir hafi haft póstþjónustuna og símann með í ráðum fyrir smá prósentustig ;)

Árdís Kristín (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 00:01

4 identicon

Sammála!!  Það gleymist alveg að samningsaðilarnir eru tveir að öllum lánveitingum - lánveitandinn og lántakinn.  Lántakinn er einn að taka afleiðingunum af þessum hamförum í efnhagslífinu... lánveitandinn er stikkfrí og hefur þar að auki úr heilum herdeildum að velja til að kreista lántakann til síðastu krónu.  Og innheimtuhýenurnar dafna sem aldrei fyrr.

emm (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 16:15

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ójá.... ef einhverjir eiga eftir að koma vel út úr þessari kreppu þá eru það lögfræðingar og innheimtufyrirtæki!

Hrönn Sigurðardóttir, 19.1.2010 kl. 20:17

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...og það er svo skrýtið, svo ég bæti nú aðeins við, að einu sinni - endur fyrir löngu - fór maður í greiðslumat í bankanum sínum og var reiknaður út þannig að að maður væri borgunarmaður fyrir því sem one sótti um. Nú eru allar forsendur brostnar. Fólk greiðir þrisvar sinnum hærri afborganir af sömu lánum.... en bankinn þarf ekkert að hliðra neinu? Ég skil þetta ekki! Var þetta einhliða greiðslumat?

Hrönn Sigurðardóttir, 19.1.2010 kl. 20:20

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...en - meðal annarra orða - mér finnst fín myndin af glaða manninum ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 19.1.2010 kl. 20:20

8 identicon

hann væri enn flottari með horn og hala

gunni frændi (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 12:02

9 identicon

Talandi um greiðslumat... við venjulega fólkið fórum í greiðslumat á meðan kúlulánakóngarnir sátu í VIP stúkum á Emirates og White Hart Lane og skáluðu í áttina til okkar.  Þeirra greiðsluvandi fólst í því að einka hairdresser frúarinnar var í Kína með Dorrit og frúin ógreidd á hótelsvítu með 360° view yfir London!!  Mæ ómæ !! 

emm (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband