Dagur 6. Bráðum fer ég í frí!

Eins og allir vita þá er ég forfallinn Roxette aðdáandi.  Hef greinilega verið á viðkvæmu stigi í andlegum þroska þegar þetta norska fólk hóf poppspil sitt, það alla veganna situr í mér.  Þessa dagana á textinn við lagið Spending my time ákaflega vel við.  Annars er ég farin að púsla eitthvað geðsýkispúsluspil sem Willa frænka lánaði mér og er að hlusta á Gettu betur í útvarpinu.  Jamm ég er dreifbýlispakk.  Annars er ég í vandamálum með krossgátu sunnudagsins....Getur einhver hjálpað?   Spurt er:  "Framkvæma af vogreki" Það eru 6 stafir í þessu og endar á A.  Fyrir áhugasama þá er vogreki skipstrand eða mannlaus bátur sem rekur á fjöru.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Roxette aðdáandi?? Norska fólk????

Halló, lágmark að vita hverrar þjóðar goðin eru Garún mín.

Þau eru sænsk.

Og Per Gessle byrjaði í hljómsveit sem var plebbaleg og hét Gyllende tider og söng í sjónvarpinu í fyrsta sinn lag sem hét "Flickorna på TV2".  Sko þetta veit ég þó ég þoli ekki Gyllende tider.

Lalalalalala

Og hvar í fjáranum hefurðu haldið þig?

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.1.2009 kl. 21:31

2 identicon

Velkomin í púslhópinn Gullinbrá, þetta er besta afslöppunartæki og mesti tímaþjófur sem ég veit um, en gaman og hollt fyrir heilabúið.

 Knús til þín og kattanna, 

Willa G Möller (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 23:00

3 Smámynd: Garún

Hæ Jenný baby.   Vá ég er búin að vera meira og minna í tökum.  Síðan fór ég til New York og síðan aftur í tökur.  En ég er komin aftur....er reyndar enn í tökum en núna á ég aðeins meiri frítíma þó.   Og ertu viss um að norsku goðin mín séu sænsk?   

Takk Willa, ég er loksins búin með rammann utan um púslið, það tók mig dáldið langan tíma þar sem mig grunar að eitt púslið hafi reynt að flýja og falið sig.  Þráhyggjan varð að heift og ég og svarta kisa rótuðum í kassanum í örugglega klukkutíma þangað til alltí einu litla flóttapúslið fannst bakvið þrjú önnur púsl og þar með voru örlög þess ráðin, ramminn klár og ég farin að sofa!!!!

Garún, 12.1.2009 kl. 23:12

4 identicon

Sæl Garún og gleðilegt ár,

láttu vita þegar þú ert næst í bænum, er farinn að sakna þín svolítið.

 kv.Gunni frændi.

ps.við verðum vinir áfram.

gunni rúnars. (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 11:18

5 Smámynd: Garún

Þokkalega Gunni minn.  Sömuleiðis kíktu við þegar þú ert í Höfnum!

Garún, 13.1.2009 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband