Dagur 7. Tileinkaður Önnu á Hesteyri

Góður dagur í vinnunni.  Á milli takna las ég æðislega bók "ég hef nú sjaldan verið algild" sem er ævisaga hennar Önnu á Hesteyri.  Og þvílíkur karakter og þvílíkt líf.  Ég og vinkona mín vorum einmitt að tala um það um daginn hvað gerði lífið þess virði að lifa því og hvernig er gott líf mælt?  Þarf maður að hafa sigrað heiminn, vera þekktur fyrir einhverja sköpun eða er það nóg að elta sína eigin sannfæringu og lifa eftir henni.  Þessi kona ferðaðist nú ekki mikið en eftir að hafa lesið þessa bók sem aðrar þá er ég þess sannfærð að lífið er sannarlega snjallt og hvar sem þú ert og hvað sem þú ert að gera þá mun lífið finna þig og þú munt lifa.  Síðan er bara að taka eftir ævintýrunum og vera þakklát fyrir þau.  Lífið er ekki bara í stórborgum þar sem stórir samningar eru undirritaðir, eða nýjar stefnur og tískubólur ákveðnar, lífið bíður á hverjum fermillimetra sem skapaður er. 

Ég er enn að púsla og búin að púsla síðan klukkan átta og hlusta á Gettu betur í útvarpinu.  Ég er búin að ná að púsla 6 stykki á rétta staði.  Lá andvaka í gærkveldi að reyna að finna kerfi til að flokka púslin svo þetta vinnist betur.  En myndin sem ég er að púsla er með svona cirka 400 manns á flóamarkaði allir hver öðrum ólíkari en samt svipaðir og allt útí flóamarkaðsdrasli.  Ég er að fara að sofa núna og mun væntanlega liggja andvaka við að finna upp kerfi sem er ekki til og mun ekki finnast.   Kannski er ég bara ekki púslari.  En ég er klárari ég klára það sem ég byrja á og mun klára þetta púsl þótt að það endi sem hálfklárað jólaskraut um næstu jól á eldhúsborðinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er hámark sjálfspyntingarinnar að liggja og flokka púsl í höfðinu þegar maður ætlar að fara að lúlla.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.1.2009 kl. 23:44

2 identicon

hey vó !!!

ákvað að kíkja inná þetta dauða blogg, að ég hélt. og sá að þú ert komin á fullt aftur. YES, það er æðislegt að lesa allt sem þú skrifar.

Ég reyndi að hringja í þig um daginn en þú svaraðir ekki, so er ég alltaf á leiðinni að hringja í þig, en þar sem ég er fátækur námsmaður á ég aldrei inneign !!

Hvað segiru um hitting fljótlega... kaffi og spjall ? 

sakna þín og elska þig :)

þín sys :*

Þ:órey (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 01:41

3 identicon

Hæ, gamla

Gaman að geta aftur fylgst með þankagangi þínum, því ekki eruð þið systur að ofgera ykkur í heimsóknum í Kópavoginn. Ég held að við frænkur og frændur,  systur og bræður , vinir og óvinir og  bara heinlega allir sem búa á Kreppuklaka ættum að gera meira af því  að heimsækja hvert annað og hlúa að, knúsast og spjalla um eitthvað jákvætt og skemmtilegt. Endilega láttu heyra frá þér sem oftast.

SEM , sem býr í Kópavogi.

sigga (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 11:57

4 identicon

Hæ Garún!

Hvernig gengur Bröltið í vetur?

Kær kveðja

audurm (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 14:21

5 Smámynd: Dagmar

frábært að sjá þig aftur skvísa :o) hélt þú værir alveg hætt að blogga og varð ekkert smá glöð að sjá nokkrar nýjar ólesnar færslur !

Hlakka til að lesa meira um púsluspilaævintýrið, hef sjálf upplifað margra daga / vikna baráttu við að koma saman 3000 bita púsli án þess að tapa vitinu. Uppskar reyndar króníska vöðvabólgu og hálsmeiðsli... en kláraði samt :o)

Kv, D 

Dagmar, 20.1.2009 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband