Fátt er svo með öllu gott að ei boði illt!

Ég barðist við fyrstu áttfætlu ársins í gær! 

Bráðum kemur betri tíð segir einhvers staðar!  Bráðum kemur sólin og yljar okkur, grillin og yndisleg útiveran, bráðum koma stuttermabolirnir framm í fataskápinn, bráðum koma blómin og blóðbergslyktin, bráðum koma helvítis kongólærnar!  

Það er eitthvað fríkað við skepnu sem þarf átta fætur til að ganga á.  Labbar með geðveiku kæruleysi í áttina að manni stoppar og starir á mann í gegnum lappamergðina.  Andar ekki, titrar ekki, kyngir ekki og blikkar ekki augunum.  Starir bara og bíður eftir því að maður deyi úr hræðslu.  

Í gær var ég að vinna á tölvunni og leið bara ágætlega.  Yfir fallega skreytt skrifstofuborðið kemur fyrsti sumarhrollvekjuboðinn.  Ég fraus og starði á lappaflækjuna ganga áhyggjulaus framhjá heftaranum bara eins og hún væri á leiðinni í Bónus þvert yfir borðið.  Hvað átti ég að gera?  Haglabyssan var niðri, arzenikkið úti garðskúr og engin handsprengja við hendina.   Það var eins og hún fyndi á sér að einhver væri að horfa á hana.  Hún stoppaði rétt hjá kaffibollanum mínum og beið.....beið og beið.  Ég beið og hugsanir eins og svarta ekkjan, stökk köngólær, og söguþráðurinn í arachnafobía þutu um hugann minn.  Hún var kolsvört og cirka 3 mm á lengd, sem mér finnst alltaf dularfullt þegar kemur að köngólóm.  Því minni því hættulegri segi ég!  Með viðbragði greip ég kaffibollann hellti úr honum á gólfið og setti ofan á áttfætluna.  Kaffið lak um allt borð en "svona er lífið" hugsaði ég og reyndi nú að finna út hvað ég ætti næst að gera.   Ég verð að viðurkenna að mig langaði eiginlega að hella bensíni yfir allt borðið og kveikja í því, taka keðjusög og saga gat þar sem kaffibollinn var eða bara taka alla pappakassana mína, fylla þá og flytja. 

Nei ég er skynsöm!   Ég tók pappír og smeygði undir bollann og titrandi hendi með ekkasogum renndi ég bollanum af borðinu og hljóp út með kongólóna og kastaði bollanum og pappírnum útá plan, skellti aftur hurðinni og skreið inní eldhús þar sem ég titraði og hló geðsýkishlátri í klukkutíma áður en ég jafnaði mig og sótthreinsaði allan líkama minn með grænsápu og gaddavír.

Ég elska sumarið en ég hata hluti með fleiri en 5 lappir!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sko, þú hefðir átt að sprengja helvítis húskofann upp til öryggis.

Aldrei of varlega farið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.3.2009 kl. 22:16

2 identicon

Þú ert óborganleg Gullin, knús dúllan mín

Willa (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband