Ég er með hugmynd!

Svona legg ég til að við finnum nýja ríkisstjórn og ráðherra.

Sá eða sú sem hefur oftast verið veikur eða þurft á heilbrigðisgeiranum að halda hann eða hún má vera heilbrigðisráðherra:   Þannig veit sá aðili hvernig það er að þurfa að bíða, liggja á göngunum eða orðið hræddur um heilsu sína eða ástvina.  

Sá eða sú sem hefur aldrei tekið neitt á raðgreiðslum, keypt fótanuddtæki, eða ekki keypt bókina "það er til fullt af peningum" má verða fjármálaráðherra.  Það hjálpar líka ef manneskjan hefur verið áður í venjulegri vinnu með venjuleg laun og ekki enn orðin milljónablind eða já bara kannski manneskju sem fylgir ennþá reglunni að tveir plús tveir eru fjórir. 

Já og núna ætla ég að fara að borða svo ég skrifa meira á eftir enda stútfull af góðum hugmyndum.   Og já mér finnst vanta íþróttamálaráðherra!  Bara svona sá eða sú sem hleypur hraðast má vera hann......

Ég vil að Jenný verði bloggmálaráðherra.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, ég tek sætið með þökkum.

Sko þú verður að passa þig að orða ekki þessar óskir upphátt.

Áttu engan ættingja sem er "krónískur hypokondriak"?

Eigum við að fá eina Gullu frænku eða Hreggvið frænda sem finna til allsstaðar og eru "slæmir" í baki, klobba og hálsi alla daga og eru haldnir skelfilegum ákomum sem læknisfræðin stendur ráðþrota frammi fyrir?

Villtu það ha?

ARG.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.1.2009 kl. 23:46

2 identicon

Tek að mér forsætisráðuneytið, hef lögnum haft gaman af að stjórna og skera niður í óþarfa skukki, svo skemmir ekki að fólk  þorir ekki annað en að hlýða mér .  kv. Sigga

SEM (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 08:24

3 Smámynd: Bros

Mér líst vel á að fá Siggu í forsætisráðuneytið, brilliant, styð það 1000% 

Bros, 29.1.2009 kl. 08:39

4 identicon

Sæl systir góð,

 Ættlar þú ekkert að fara láta sjá þig?

william (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 15:10

5 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Öhmmm... sko síðasti heilbrigðisráðherra kveikti í skyrtunni sinni og þurfti að liggja á maganum á spítala í lengri tíma, síðan hefur hann þessa óstjórnlegu ást á spítulum landsins eins og dæmin sanna

Margrét Birna Auðunsdóttir, 31.1.2009 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband