Færsluflokkur: Bloggar
8.5.2009 | 22:39
Sakamálaráðgáta í Höfnum.
Laugardaginn 9.maí á slaginu 23:30 verður leytast við að leysa ráðgátu sem byggð er að hluta á sannsögulegum atburðum hér í Höfnum. Hafnagötu 10! Hér fyrir neðan eru staðreyndir. Allir eru velkomnir. Leikhópur sér um ráðgátuna en gestir koma um 23:00 og fá blað til að fylla út grunsemdir sínar og reyna að leysa morðgátuna um leið og hún spilast LIVE fyrir framan þá. Þeir sem hafa giskað á rétt geta unnið allt að 10.000 kr. Skráning fer fram í athugasemdum hér að neðan eða á emaili garun@pegasus.is. Ath. Þetta er ekki 8.maí grín!
Sagan.
Rétt fyrir miðnætti þann 9.maí 2000. eru hjónin Adolf og Sigríður á leið í háttinn þegar það er barið á eldhúsgluggann hjá þeim. Fyrir utan eru 5 menn illa reknir og sjóblautir. Þetta eru eftirlifandi áhöfn á þilfarsbátnum Voninni GK 253.
Vonin strandaði í ósinum fyrir utan Hafnir og þeir syntu í land. Hjónin taka vel á móti þeim og þá kemur í ljós að vélstjórinn fór niður með skipinu. Hringt er í aðstandendur, lögreglu og trygginamann sem koma á staðinn og afstað fer atburðarrás með óvæntum endalokum.
Hvað kom fyrir? Afhverju strandaði báturinn? Hver sá um haffærnisskirteinið? Afhverju þurfti hún að deyja? Og hvaða leyndarmál eru svo djúp að morð virðist eina leiðin til að varðveita þau?
Þar sem þetta er í fyrsta sinn sem þetta er gert af leikhópnum og stærð hússins er takmarkaður fjöldi gesta sem getur komið. Vinsamlegast pantið fyrst. Aðgangur er ókeypis og kaffi og spjall á eftir. Komið og hittið fólk sem þið hafið aldrei hitt áður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.5.2009 | 09:46
Fúlar á móti!
Fyrir ekki svo löngu þá settist ég niður ein með sjálfri mér og horfði djúpt í augntóftirnar á þessari týpu sem Garún er! Hvað í andskotanum ertu að gera? Hver ertu? Og hvað viltu fá útúr lífinu? Einfaldar spurningar en þvílíkt snjóflóð af bullshitti sem svörin voru. Mér leikur á sá grunur að mikið af svörunum sem við fáum þegar við lítum í eigin barm sé í raun ekki okkar svör. Því í hugleiðslu og einlægni voru svörin ekki töff eða tengd heimsfrið! Ég ákvað því að gera málamiðlun við litla ruglaða veruleikafirrta sjálfið mitt. Ég ætla að hætta að spyrja mig spurninga sem ég get ekki svarað. Ég ætla að halda mig við bleiku barnaspurningarnar í trivial spilinu sem hugur minn er. Ég gaf mér loforð! Loforðið ÉG. Markmiðið er að komast að því hver ég er með því að uppgötva það heldur en að ákveða það. Ég geri mér grein fyrir því að þessi leið sem ég hef valið mun hugsanlega taka alla ævi, en ég hef ekkert annað betra að gera svo Let´s go! Í gær komst ég að einu! Alveg óvart. Ég fíla ekki gagnrýnendur og ætla aldrei að fara eftir þeim. ALDREI. Mig langar að komast að hlutunum sjálf og mynda mér mína eigin skoðun.
Ég fór á leiksýninguna Fúlar á móti í Óperunni. í einn og hálfan tíma hló ég svo mikið að mér varð illt í vöðvunum sem hanga fyrir innan húðina á andliti mínu. Ég veit að þetta var ekki Ibsen, eða Montsen eða hvað sem þetta heitir allt saman en þetta var svo skemmtilegt og gaman að mig langar aftur í dag, mig langar að hlæja aftur. Ég sat ein fyrir hlé (ekki með vinkonu mína með mér) og umkringd ókunnugum sem slepptu sér og fengu hláturskast, íluðu, fengu krampa, klöppuðu og tóku fyrir andlitið. Ég sleppti mér líka. Edda Björgvins er náttúrulega bara snillingur og maður þarf eiginlega bílbelti til að halda sér í sætinu svo maður stökkvi ekki uppá svið og knúsi hana til dauða. Helga Braga er með óeðlilegan hæfileika til að nota líkamann og er með svo massa kraft. Björk Jakobs er einnig svona tímasetningasnillingur dauðans og hefur eitthvað töfraelement sem fær mann til að sjá sjálfan sig á sviðinu eða í þessum aðstæðum sem hún er að lýsa. Leikgleðin og orkan á sviðinu kastaðist til okkar áhorfenda og mér leið alla veganna eins og ég væri partur einhverju skemmtilegu. Þetta var frábært kvöld! Fúlar á móti gerðu mig glaða á móti, þrátt fyrir að ég er greinilega farin að sýna mörg einkenni nú þegar við breytingaskeiði. Fíla harmonikkutónlist og stilli oft á gufuna. Shitt. En ef ég verð eitthvað í líkingu við þessar konur þá er mér sama. Þær eru flottastar. Mitt loforð til mín frá mér í loforðinu Ég er: Garún slepptu þér...það grípur þig örugglega einhver ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.5.2009 | 21:36
Skuggi komin heim!
Loksins er hann komin í höfn..já ok eða Hafnir. Uss smáatriði! Það var jafn erfitt að kljúfa atómið eins og að koma þessu 207 kg flykki inní stofuna. Já já ég veit mótorhjól eiga ekki að vera í stofunni! En afhverju ekki? Hver ákveður hvað má vera inní stofu og hvað má ekki vera inní stofu. Fólk er nú með ýmisslegt ljótt inní stofu hjá sér eins og til dæmis sófa, lampa, kertasstjaka og styttur! Við getum nú öll verið sammála að Skuggi er ekki ljótur og hann er ekki kertastjaki! Á morgun ætla ég svo að sýna honum restina af húsinu. Er búin að breyta aðeins inní eldhúsi svo Skuggi geti skoðað það. Á morgun verður hann inní eldhúsi! Já fyrir ykkur sem eru að spá í hvort ég sé búin að missa vitið þá er svarið við því JÁ! Góðar stundir!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
3.5.2009 | 11:43
Ég gifti mig í gær!
Ég verð að viðurkenna að ég hef alltaf dissað í tætlur allar svona árshátíðir og svoleiðis rugl. Í gær fattaði ég að ég er bara búin að vera afbrýðissöm útí fólk sem fer á árshátíðir.. Hef staðið fyrir utan stóra veislusali í rigningu og regnkápu og horft innum gluggana á veldressað brosandi starfsfólk full af gremju og eftirsjá! Hatað að vera með vasknúmer og freelance og langað svakalega að borga í einhvern starfsmannasjóð. Mér var boðið á árshátíð í gær og gremjan og hatrið fyrir slíkum samkundum hvarf! Það var ógeðslega gaman og starfsfólk er KLIKKAÐ! Það djammar af ástríðu og geðveikin er bara there is no tomorrow. Í gær var svona Las Vegas þema og vodafone höllinni var breytt í casino með Bond stelpum,Tom Jones, og Elvis Prestley. Svo var líka kapella og fólk gifti sig hægri og vinstri. Elsku mamma og kæra fjölskylda ég gifti mig í gær Las Vegas style og sú heppna heitir Katrín Ósk, veit ekki eftirnafnið en það er aukaatriði þegar maður giftir sig í Vegas. Við fórum reyndar í sitt hvora brúðkaupsferðina. Ég eyddi nóttinni í Höfnum og síðast þegar ég heyrði í henni þá var hún á leiðinni á Boston.
Sýningin tókst svakalega vel, fyrir utan smá hljóðvandamál. En hetjur kvöldsins voru án efa leikhópurinn sem kastaði sér með hlekki og steypuklumb í djúpu lauginni og lék söngleik með innlyfun fyrir samstarfsfólk sitt. Og nú er það búið og ég veit bara ekkert hvað ég á að gera næst. Er búin að vera með þessu fólki á hverju kvöldi í næstum þrjár vikur og oft í viku síðustu tvo mánuði. Fráhvörf og söknuður. Frábær dagur í gær, fyrir utan fávitann í Essu sem hélt að ég væri fermingadrengur í smókingnum!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.4.2009 | 01:44
Maður er náttúrulega bara geðveikur að koma sér í svona aðstæður!
Á þá er að leggja lokahönd á verkið. Shitt! Hvernig er hægt að hlakka geðveikt til og vera massa kvíðin á sama tíma? Stundum held ég að ég hafi fengið of mikið af tilfinningum í vöggugjöf ég veit ekkert hvað ég á að gera við þær stundum. Eina sem hefur virkað hingað til er að hrista hausinn og hugsa um Star Trek. Úff. En á Laugardaginn er stóri dagurinn. Svona smá preview á því sem koma skal hér fyrir neðan...Það gæti samt verið að ég færi í fósturstellingu og myndi missa minnið og ganga útí hraun á Föstudagskvöldið. Ef þið sjáið lítinn ljóshærðan dverg, froðufellandi og syngjandi símatexta þá er það ég og látið mig í friði! Ekki finna mig. Ég vil ekki verða fundin! Ég get orðið svona ferðamannaaðdráttarafl á Suðurnesjum.....Syngjandi bullandi geðveikur dvergur sem syngur símatexta og dansar ballett! Fólk borgar nú fyrir meiri vitleysu. Hey! Ég get fengið Bláa lónið til að styrkja mig.....ok frábær hugmynd! Best að salta hana.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.4.2009 | 14:47
Ég fékk nóg!!!!!
Nú er hún farin. Ég kastaði henni útá hlað og þar skal hún vera.
Haldið ekki að helvítis ryksugan hafi ráðist á mig. Ég er reyndar veik fyrir! Hef aldrei þolað ryksugur! Nei ég var að ryksuga og auðvitað náði snúran að flækja sér í eldhússtólana og ég toga í ryksuguna til að reyna að leysa hana. Jú jú hún losnaði í einum grænum og flaug í áttina að mér og skall á sköflunginum á mér. Óeðlilega sárt og vont og viðbjóðslegt. Ég líð ekki að ryksugur ráðist á mig á mínu eigin heimili svo ég henti henni bara út og héðan í frá verður ALDREI ryksugað á mínu heimili. Sópur er the new 2009.
Hálfvitalegt að haltra eftir heimilisstörfin!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.4.2009 | 15:28
Cirkus Islandus Extreme
Mér finnst vanta eitt í umræðuna síðustu daga. Aðra hlið! Annan möguleika! Fólk talar um að ganga til liðs við Esb eða ekki. Fljótlega, bráðum eða seinna! Ég skil ekki neitt í neinu enda hef takmarkaðan áhuga ef umræðan snýst ekki um mig! En ég held ég sé komin með lausn á þessu!
Göngum til liðs við Cirkus. Það er hvort eðer það sem við erum góð í og búin að vera að gera síðustu tvö árin eða svo, það er að segja að æfa okkur. Við erum búin að joggla með ímyndaða peninga, verið með geðveika loftfimleika og byggt loftkastala úr lúxus draumum. Ferðast eins og sígaunar til allra landa að víla og díla. Runnið á rassinn sem trúðar og heimsbyggðin hlegið að okkur, étið yfir okkur af góðmeti og kosningaloforðscandíflosi og verið bitin af framandi dýrum þótt við héldum að við værum búin að temja þau! Lausnir og kosningaloforð og yfirlýsingar í fréttum og fjölmiðlum hafa horfið og gleymst eins og töframaður sem lætur hluti hverfa fyrir framan mann. Ég meina heimsbyggðin fylgist með okkur og skemmtir sér, látum hana borga sig inn í þennan cirkus sem við erum!
Og já hvernig líst ykkur á Skugga! Honda Shadow VLX
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.4.2009 | 11:56
SURVIVING ICELAND
Þetta finnst mér spennandi! Mér finnst svo gaman þegar eitthvað er gert svona aðeins útúr norminu. Hef alltaf haft lúmskt gaman af pokahlaupi, limbó og svona öðruvísi hlutum.
Mig langar að skipuleggja leikana " SURVIVING ICELAND IN KREPPA"
Það sem að mér myndi langa til að gera er að það séu haldnir leikar hér á Íslandi til að sýna góða fólkinu á Alþingi hvernig við reynum að draga fram lífið. Þá kannski væri minna af söngvum í pontu á Alþingi.
1. Grein. Þáttakendur koma með greiðsluseðlana sína sem hafa hækkað umtalsvert og launaseðla síðasta mánuðar. Fólki verður skipt niður á borð, 5 á borði og svo er spilað póker með greiðsluseðlunum. Þeir greiðsluseðlar sem hafa hækkað lítið eru hundar og talan sem þeir enda á t.d 43.456 kemur þá í staðinn fyrir 6. Þeir greiðsluseðlar sem hafa hækkað um tugir þúsunda eru að sjálfsögðu mannspil. Launaseðlar eru ásar og skiptir þá engu máli hvaða sort. Íbúðarlánasjóður er hjarta, bílagreiðsluseðlar eru spaðar, Fasteignagjöld eru lauf og Hiti/rafmagn er tígull. ATH. ef að það eru ekki launaseðlar til vegna vinnumissi er hægt að nota eitthvað frá vinnumálastofnun. Sigurvegarinn fær að sleppa við að borga greiðsluseðlana þennan mánuð. Keppt verður bara í RÖÐ og PÖR.
2.Grein. Þáttakendur fá 5.000 krónur hver og eiga að kaupa inn fyrir fjögra manna fjölskyldu í matarbúð fyrir heila viku. Reglurnar eru að það verður að gera ráð fyrir morgunmat og kvöldmat. ATH. Bannað að kaupa núðlur. Sá sem sigrar fær ársbyrgðir af grjónagraut í pakka og 20 prósent afslátt af mjólk út árið ef keypt er mjólk á síðasta söludegi.
3.Grein. Fólk prentar út yfirlit af tékkareikningi sínum síðasta mánuðinn og með eingöngu blað og penna og eitt símtal í boði þarf það að geta reiknað út ÖLL þjónustugjöld, millifærslugjöld, umsýslugjöld og kostnað til bankans sem það greiddi fyrir að "Leyfa" þeim að geyma peninginn sinn ef einhver er! Það þarf síðan með einu símtali að geta hringt í þjónustufulltrúann sinn og fá útskýringu sem það skilur á hinum ýmsu útgreiðslum sem útlagðar eru í heimabankanum sem "millf.098346487-7690-43" og bankinn áskilur sér að taka. Sigurvegarinn fær ekki neitt nema höfuðverk og kvíðakast yfir gjöldunum. ATH erfið andleg þraut!
4.Grein. Fólk fær að velja fjórar bensínstöðvar og fær 5.000 krónur til að setja sem mest bensín á bílinn sinn. Fólk mun þurfa að velja og skoða allar auglýsingar sem byrja á "-5 krónur á fyrstu tvo lítrana" eða "-2 krónur ef þú dælir sjálfur fyrstu 10 lítrana" og svo framvegis.....Sigurvegarinn fær fyrstu 8 lítrana á -3,5 en borgar síðan +4 það sem eftir er!
Keppnin endar í málþófi varðandi síhringi kort (sem eru víst ekki til) og hvernig stendur á því að í mánaðarlok ýmsar færslur eru teknar af tékkareikningi sem hefðu átt að fara mörgum dögum áður og þegar þær fara þá bætast við á þær FIT gjald og kaffibolli sem maður keypti þremur dögum áður á 380 krónur er komin yfir þúsundkallinn með FIT gjaldi.
Vill einhver vera með? Vinsamlegast athugið að flest ykkar eruð að keppa í flestum af þessum greinum nú þegar svo endilega sláið til og reynum að hafa gaman af þessu.
p.s Það kostar 28.000 krónur að taka þátt í hverri grein fyrir sig og fer í viðbótarlífeyrissparnað hjá Alþingismönnum.
Ólympíuleikar atvinnulausra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.4.2009 | 12:35
Þeir bara hlógu að mér!
Ég skil ekki neitt í neinu! Mér finnst ég hafa gert allt rétt! En samt klikkaði eitthvað.. Ok ég skal segja ykkur hvað ég gerði!
Þetta byrjaði allt á því að mig langaði mála 6 fermetra gólfið á baðherberginu mínu. Ég settist niður og byrjaði að undirbúa mig. Ég stofnaði kennitölu um framkvæmdina og fann flott nafn á verkinu. Baðgólfið málað ehf. Ég gróflega áætlaði að miðað við gengi og græðgisvísitölu yrði kostnaðurinn á verkinu eftirfarandi:
Grunnur 1 líter: 2.490
Málning 4 lítrar: 8.490 (tilboð)
Fata, rúlla, teip: 2.390
Mín vinna 4 tímar: 1.348.000
Akstur og fundir: 360.000 (tilboð)
Gerð kostnaðaráætlunar og framkvæmdaplan: 689.890
Umsýsla verksins af minni hálfu: 2.348.000
Umsýsla fjármuna af minni hálfu: 3.338.000
Eftirfylgni og þarfagreining hálfu: 1.870.000
Samtals kosnaður vegna Baðherbergið málað ehf 9.967.260 kr
Ég hringdi niðrí í VÍS og bað þá um að lána mér vegna verksins, sjálf ætla ég að lána mér 13.370 ef þeir gætu séð um restina gegn veði í baðherberginu sjálfu, já eða veði í bara gólfinu sko. En vitið þið hvað? Það var hlegið að mér! Mér sárnaði gífurlega og benti á að það er nú komin hefð fyrir svona viðskiptaháttum og ég væri nú ekki að finna upp hjólið sko, en þá var skellt á mig og ég þurfti að hringja inn aftur bara til að láta hlæja að mér aftur! Jahérna hér. En ég er Pollýanna í hugsun og er búin að jafna mig og sjá nýja hlið á málinu. Þetta er náttúrulega bara tilvalið tækifæri fyrir alla sem lesa þessa færslu að fjárfesta í þessu baðherbergi. Ég býð ykkur sömu kjör og VÍS sem sagt ég legg út fyrir 13.370 krónum þið komið með restina ég borga ykkur síðan aldrei og allt er bara eðlilegt. Þið megið síðan koma hvenær sem er og nota baðherbergið eða það er að segja að þið megið labba á gólfinu! p.s Það má samt undir engum kringumstæðum veiða í klósettinu!
200 milljóna veð í sveitasetri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.3.2009 | 14:28
Landsfundur í Höfnum 2009
Í gær 28.mars á því herrans ári 2009 var haldin flokksfundur í Höfnum! Mætt á fundinn voru Garún (manneskja), Ída, Kisan, Músin og Sómi (kettir). Það var svakalega góð stemmning og var öllum fundarmönnum ljóst að nýir tímar væru í vændum og tilhlökkun fyllti stofuna og eldhúsið af framtíðarvonum og já bjartsýni. Garún hafði prentað út tvær A4 síður úr tölvunni sinni og dreifði á kettina og sjálfan sig rétt áður en fundurinn hófst. Kettirnir höfðu reyndar takmarkaðan áhuga á ritinu fyrst um sinn en voru áhugasamari þegar Garún hafði smurt túnfiski yfir blaðsíðurnar. Kettirnir skiptust á að stökkva uppá ræðustólin og sleikja á sér rassgatið og allt var eins og við var að búast þangað til að Garún manneskjan tók til máls. Hún sleikti ekki á sér rassgatið í stólnum en kettirnir voru sammála eftirá að það væri eins og fnykur frekjudollu hefði lagt yfir fundarstaðinn á meðan manneskjan talaði. Í hléinu á miðjum fundinum þegar manneskjan fór út að reykja voru kettirnir sammála að ræðan hefði verið ómakleg og þeir hefðu í raun viljað miklu frekar að hún hefði bara eins og þeir allir sleikt á sér rassinn í stólnum. Hér fyrir neðan er brot af ræðu manneskjunnar Garúnar eins og kettirnir skildu hana.
"Þó það sé að koma vor er engin ástæða að vera að fara úr hárum það getur vel verið að það sé að hlýna en reynslan segir mér að það mun aftur verða kalt og þá er það ekki mér að kenna að þið séuð hárlaus og illa undirbúin. Það er engin ástæða fyrir ykkur að finna alltaf peysurnar mínar sem ég legg á sófann og þæfa þær, það gerir mig ekki glaða eins og þið haldið. Það þýðir ekkert að hanga fyrir utan svefnherbergishurðina mína klukkan 6 á morgnanna og væla um mat, ég mun aldrei fara frammúr bara til að gefa ykkur mat klukkan 6! Aldrei. Ég gef ykkur mat þegar ég er búin að pissa á morgnanna eins og ég er búin að gera í bráðum 10 ár! Síðan finnst mér furðulegt að Villi villiköttur sé orðin auðfúsugestur hér á þessu heimili þrátt fyrir ýmsar valdabaráttur ykkar við hann hér fyrir utan, hann er ekki geldur eins og þið og það er vond lykt af honum og ég vil ekki hafa hann inná heimili mínu! Og já á meðan ég lifi þá ræð ég!!!!!"
Á meðan Garún hélt ræðuna hlógu samt kettirnir og fannst hún sniðug, það var bara eftir á yfir vatnssopa og FIT 32 matarboði sem virkilegu skoðanir þeirra komu í ljós. Kettirnir ákváðu að finnast Garún manneskjan flott og dugleg en voru samt ekki sammála henni og seint í gærkveldi þegar þeir voru búnir að þrífa sig og finna peysur til að sofa á voru þeir búnir að gleyma öllu því sem sagt var fundinum og fannst gaman að hafa mætt á landsfundinn í Höfnum og sleikja túnfiskinn af nýjum hugmyndum sem eins og hinar fyrri voru smurðar með einhverju sem þeim þótti gott.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william