Færsluflokkur: Bloggar
27.3.2009 | 18:50
Enn önnur tilraun í geimnum.
Jæja þeir sem hafa lesið færslur mínar áður vita að ég er forfallin aðdáandi tilrauna í geimnum, sérstaklega þar sem búið er að leysa öll vandamál og rannsaka allt sem hægt er á þessari plánetu. Nú er verið að þróa Karrý sem "virkar" útí geim!
Ég varð svakalega glöð þegar ég las þessa frétt og vona svo innilega að þeir noti marga marga milljarða í þessar rannsóknir því ég hef sjálf lent í því að karrý og önnur krydd bara hreinlega "virka" ekki!
Um daginn var ég að elda saklaus eins og ég er og ætlaði í barnaskap mínum að krydda aðeins réttinn. Ég teygði mig í kryddbauk sem stóð næstur mér og fór að krydda! Nú allt gekk eins og í sögu, kryddið kom útúr bauknum og dreifðist jafnt og hérumbil í munstri yfir réttinn en þegar ég byrjaði að hræra þetta saman við þá uppgötvaði ég mér til mikillrar gremju að kryddið virkaði ekki! "jahérnahér" sagði ég upphátt við mig og kettina, "hvað er í gangi?" ég endurtók leikinn með kryddbauknum og ákvað með sjálfri mér að kryddið hefði bara ekki verið tilbúið og ég ætlaði að gefa því annan séns. Aftur hrærði ég! Og aftur VIRKAÐI kryddið bara ekki. "humm" þá tók ég næsta bauk og tæmdi hann útí réttinn! Það var einmitt karrýbaukur! Viti menn það var eins og það væri starfsdagur krydda, það bara gerðist ekkert! Áfram hélt ég og tæmdi úr öllum baukum í húsinu sem flokkast undir krydd í dýraríkinu og allt kom fyrir ekki, ekkert virkaði og mér leið eins og dvergnum í Twin peaks! Þetta var svo furðulegt. "Ætli ég sé í týndu myndavélinni" hugsaði ég og leit í kringum mig að tökuteymi sem væri hugsanlega að pissa í sig af hlátri yfir baráttu minni. Eftir mörg heilabrot settist ég niður og vorkenndi sjálfri mér! Ég grét! Ég var svo einmanna! "Aumingja fólkið í geimnum" hugsaði ég og tilfinning samkenndar helltist yfir mig og ég laut höfði af tilfinningalegum meðsársauka yfir aumingja fólkinu í geimnum því eins og allir vita þá virkar ekkert í geimnum frekar en á þessari plánetu. Í nokkra daga leið mér ömurlega, en núna finn ég að það birtir til, bænum mínum hefur verið svarað. Það er til fólk sem er tilbúið að fórna sér og sínum tíma í að fá hluti til að virka þegar þeir virka bara alls ekki. Guð blessi vísindamenn!
Og aftur kæru vísindamenn heimsins, viljið þið gjöra svo vel að halda áfram að rannsaka og þróa búmerand í geimnum, karrý í geimnum, hvort kynlíf sé gott í geimnum, hvort fólk þurfi oftar að pissa í geimnum, hvort ljóshært fólk í geimnum sé flottara í bláum geimgalla heldur en appelsínugulum og aðra þarfa hluti. Á þessari plánetu "EARTH" er alltí góðu standi og við fylgjumst með ykkur.
p.s Getið þið kannski athugað hversu hátt "hátt" er og sagt mér afhverju kerti klárast! Það þarf ekkert að gera það í geimnum, en ef þið endilega viljið það þá er það fínt líka. Kær kveðja Garún
Indverskur matur í geiminn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
23.3.2009 | 12:10
Fátt er svo með öllu gott að ei boði illt!
Ég barðist við fyrstu áttfætlu ársins í gær!
Bráðum kemur betri tíð segir einhvers staðar! Bráðum kemur sólin og yljar okkur, grillin og yndisleg útiveran, bráðum koma stuttermabolirnir framm í fataskápinn, bráðum koma blómin og blóðbergslyktin, bráðum koma helvítis kongólærnar!
Það er eitthvað fríkað við skepnu sem þarf átta fætur til að ganga á. Labbar með geðveiku kæruleysi í áttina að manni stoppar og starir á mann í gegnum lappamergðina. Andar ekki, titrar ekki, kyngir ekki og blikkar ekki augunum. Starir bara og bíður eftir því að maður deyi úr hræðslu.
Í gær var ég að vinna á tölvunni og leið bara ágætlega. Yfir fallega skreytt skrifstofuborðið kemur fyrsti sumarhrollvekjuboðinn. Ég fraus og starði á lappaflækjuna ganga áhyggjulaus framhjá heftaranum bara eins og hún væri á leiðinni í Bónus þvert yfir borðið. Hvað átti ég að gera? Haglabyssan var niðri, arzenikkið úti garðskúr og engin handsprengja við hendina. Það var eins og hún fyndi á sér að einhver væri að horfa á hana. Hún stoppaði rétt hjá kaffibollanum mínum og beið.....beið og beið. Ég beið og hugsanir eins og svarta ekkjan, stökk köngólær, og söguþráðurinn í arachnafobía þutu um hugann minn. Hún var kolsvört og cirka 3 mm á lengd, sem mér finnst alltaf dularfullt þegar kemur að köngólóm. Því minni því hættulegri segi ég! Með viðbragði greip ég kaffibollann hellti úr honum á gólfið og setti ofan á áttfætluna. Kaffið lak um allt borð en "svona er lífið" hugsaði ég og reyndi nú að finna út hvað ég ætti næst að gera. Ég verð að viðurkenna að mig langaði eiginlega að hella bensíni yfir allt borðið og kveikja í því, taka keðjusög og saga gat þar sem kaffibollinn var eða bara taka alla pappakassana mína, fylla þá og flytja.
Nei ég er skynsöm! Ég tók pappír og smeygði undir bollann og titrandi hendi með ekkasogum renndi ég bollanum af borðinu og hljóp út með kongólóna og kastaði bollanum og pappírnum útá plan, skellti aftur hurðinni og skreið inní eldhús þar sem ég titraði og hló geðsýkishlátri í klukkutíma áður en ég jafnaði mig og sótthreinsaði allan líkama minn með grænsápu og gaddavír.
Ég elska sumarið en ég hata hluti með fleiri en 5 lappir!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.1.2009 | 18:19
Ég er með hugmynd!
Svona legg ég til að við finnum nýja ríkisstjórn og ráðherra.
Sá eða sú sem hefur oftast verið veikur eða þurft á heilbrigðisgeiranum að halda hann eða hún má vera heilbrigðisráðherra: Þannig veit sá aðili hvernig það er að þurfa að bíða, liggja á göngunum eða orðið hræddur um heilsu sína eða ástvina.
Sá eða sú sem hefur aldrei tekið neitt á raðgreiðslum, keypt fótanuddtæki, eða ekki keypt bókina "það er til fullt af peningum" má verða fjármálaráðherra. Það hjálpar líka ef manneskjan hefur verið áður í venjulegri vinnu með venjuleg laun og ekki enn orðin milljónablind eða já bara kannski manneskju sem fylgir ennþá reglunni að tveir plús tveir eru fjórir.
Já og núna ætla ég að fara að borða svo ég skrifa meira á eftir enda stútfull af góðum hugmyndum. Og já mér finnst vanta íþróttamálaráðherra! Bara svona sá eða sú sem hleypur hraðast má vera hann......
Ég vil að Jenný verði bloggmálaráðherra.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.1.2009 | 09:38
ooooohhhhhh ég er orðin svo þreytt á þessu!!!!
Politík!!!!!!! Er til eitthvað leiðinlegra borðspil heldur en politík.
Mér finnst andstyggilega ómerkilegt af samfylkingunni eða bara hverjum sem er að ætla sér að að færa niður veðstöðu lána og bæta réttarstöðu skuldara, bjargráðasjóð heimilanna og aðkomu auðmanna. Hvað er að!!!!! Skiljið þið ekki þarna jakkafata og dragtfólk að við viljum tryllast úr spenningi hvort við eigum fyrir afborgununum, hvort við getum keypt í matinn eða hvort það mest mest mest spennandi í heimi hvort það sé búið að selja Dettifoss eða hálendið!
Áður fannst mér leiðinlegt að kíkja á gengisdálkinn í Mogganum, fannst tölurnar lágar og eiginlega alltaf standa í stað. Núna eru þær flöktandi eins og töludiskó og ég fer í fjólublátt ljós við barinn fíling og spennan magnast. Eiginlega allir vinir mínir eru annað hvort búnir að missa vinnunna eða það er búið að minka við þá starfið og búðir sem ég var vön að fara í eru núna lokaðar eða eru að loka. Hverjum finnst þetta ekki gaman? Ég bara spyr. Að sjá áhyggjustýrurnar í augum barnafólks eða þeirra sem eru að byggja er algjörlega óborganleg skemmtun. Og við hin sem opnuðum greiðsluseðlana okkar getum núna ekki beðið eftir að sjá tölurnar hækka í hvert sinn.
Ég vaknaði í morgun og ég hafði ALDREI heyrt um þessa aðgerðaráætlun áður! Það er reyndar langt síðan ég lærði að telja en þegar ég les þennan lista finnst mér vera meira en 10 hlutir á honum.
Það kemur mér ekki á óvart að sjálfstæðismenn kannist bara ekkert við að ætla sér að laga hag fólksins í heiminum. Og hverjum er ekki drullusama hver er forsætisráðherra! Hér er ein hugmynd! Höfum engan! Við lærðum það í borgarstjórakostningunum að það skiptir engu máli hvað við kjósum eða hvað við viljum. Þetta er bara spilakvöld hjá fólki í jakkafötum þar sem blái kallinn er búin að gera og hinir lituðu kallarnir slást um teninginn.
Þegar ég klúðra einhverju í vinnunni þá er ég rekinn.... Sorry blái kall! Þú ert rekinn!
Hverjum er ekki sama hver fer í markið! Hver er með rauða kallinn eða hver getur keypt sjálfan sig úr fangelsi. Hættið þessari politísku vitleysu og mætið í vinnuna og gerið það sem þið eigið að gera ......VINNA... Það gerum við hin.
„Ótrúlega ómerkilegt“ af Samfylkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.1.2009 | 21:51
Dagur 7. Tileinkaður Önnu á Hesteyri
Góður dagur í vinnunni. Á milli takna las ég æðislega bók "ég hef nú sjaldan verið algild" sem er ævisaga hennar Önnu á Hesteyri. Og þvílíkur karakter og þvílíkt líf. Ég og vinkona mín vorum einmitt að tala um það um daginn hvað gerði lífið þess virði að lifa því og hvernig er gott líf mælt? Þarf maður að hafa sigrað heiminn, vera þekktur fyrir einhverja sköpun eða er það nóg að elta sína eigin sannfæringu og lifa eftir henni. Þessi kona ferðaðist nú ekki mikið en eftir að hafa lesið þessa bók sem aðrar þá er ég þess sannfærð að lífið er sannarlega snjallt og hvar sem þú ert og hvað sem þú ert að gera þá mun lífið finna þig og þú munt lifa. Síðan er bara að taka eftir ævintýrunum og vera þakklát fyrir þau. Lífið er ekki bara í stórborgum þar sem stórir samningar eru undirritaðir, eða nýjar stefnur og tískubólur ákveðnar, lífið bíður á hverjum fermillimetra sem skapaður er.
Ég er enn að púsla og búin að púsla síðan klukkan átta og hlusta á Gettu betur í útvarpinu. Ég er búin að ná að púsla 6 stykki á rétta staði. Lá andvaka í gærkveldi að reyna að finna kerfi til að flokka púslin svo þetta vinnist betur. En myndin sem ég er að púsla er með svona cirka 400 manns á flóamarkaði allir hver öðrum ólíkari en samt svipaðir og allt útí flóamarkaðsdrasli. Ég er að fara að sofa núna og mun væntanlega liggja andvaka við að finna upp kerfi sem er ekki til og mun ekki finnast. Kannski er ég bara ekki púslari. En ég er klárari ég klára það sem ég byrja á og mun klára þetta púsl þótt að það endi sem hálfklárað jólaskraut um næstu jól á eldhúsborðinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.1.2009 | 20:50
Dagur 6. Bráðum fer ég í frí!
Eins og allir vita þá er ég forfallinn Roxette aðdáandi. Hef greinilega verið á viðkvæmu stigi í andlegum þroska þegar þetta norska fólk hóf poppspil sitt, það alla veganna situr í mér. Þessa dagana á textinn við lagið Spending my time ákaflega vel við. Annars er ég farin að púsla eitthvað geðsýkispúsluspil sem Willa frænka lánaði mér og er að hlusta á Gettu betur í útvarpinu. Jamm ég er dreifbýlispakk. Annars er ég í vandamálum með krossgátu sunnudagsins....Getur einhver hjálpað? Spurt er: "Framkvæma af vogreki" Það eru 6 stafir í þessu og endar á A. Fyrir áhugasama þá er vogreki skipstrand eða mannlaus bátur sem rekur á fjöru.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.12.2008 | 13:04
"Lífið þarf tíma"
Hún Willa frænka mín er snillingur. Bara snillingur. Þetta sagði hún í gær og þetta fer með mig útí daginn.
Ég óska hér með eftir fleiri svona!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.12.2008 | 10:30
Jólagjöf er loforð
Ég hef ákveðið að breyta útaf vananum. Ég hef ákveðið að að gefa sjálfri mér jólagjöf þar sem ég sit hér í Höfnum drekk dásamlegt kaffi latte og horfi á sjóinn berjast við brimgarðinn fyrir utan gluggann minn. Í staðinn fyrir nýársheit ætla ég að sitja hér og fara yfir þá hluti sem mig langar að gefa sjálfri mér á nýju ári. Hugsanlega leynast þessir jólapakkar á vegi mínum á næsta ári, alla veganna eru meiri líkur á það gerist ef ég skrifa þá niður. Gjafirnar geta líka breyst miðað við aðstæður og sjálfan mig og ég hlakka til.
Í jólagjöf gef ég mér það að ég ætla að vera duglegri að hlusta á hvað mig langar að gera við líf mitt.
Á næsta ári langar mig að:
Vera meira með fjölskyldu minni
Ferðast til Tyrklands
Ferðast til Nýja Sjálands
Ferðast til Japans
Sponsa fólk
Skrifa sögu
Leikstýra stuttmynd
Leika í bíómynd
Klára leikritið um Jón og Guð
Fara að veiða
Fara á snjósleða
Spila fótbolta
Hlúa að vinum mínum
Hlúa að sjálfri mér
Lifa í núinu og láta æðri mátt stjórna mér frá degi til dags.
Gleðileg Jól allir saman
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.12.2008 | 10:40
Venjulegar jólagjafir! Hvað þýðir það?
Ég er í vandræðum með jólagjafir. Aldrei þessu vant! Allt sem ég ætlaði að kaupa er víst ekki lengur "kúl" og hreinlega ekki við hæfi á þessum krepputímum. Ég ætlaði að kaupa ferð til tunglsins fyrir mömmu, hafði ákveðið það í byrjun september og var búin að panta og allt. Núna er víst öll útrás litin hornauga og ég er frekar stressuð yfir því að mamma hreinlega neiti að fara til tunglins vegna aðstæðna á plánetunni. Síðan var ég búin að plana að fá gítarleikarann í Oasis í tvær vikur til Íslands til að hafa einkakennslu á gítar fyrir bróður minn en svoleiðis bruðl verður örugglega stoppað strax í komusalnum í Leifsstöð. Handa Þóreyju ætlaði ég að kaupa nýjasta fornleifauppgröftin í Mexico og láta flytja hann hingað yfir á túnið fyrir framan húsið hennar en ég óttast að verða grýtt með steinunum sem fylgja ef ég læt eftir mér þá innrás. Ég sé mest eftir jólagjöfinni sem ég ætlaði að gefa Thelmu systir, ég var búin að undirbúa farveginn fyrir ættleiðingu á öllum Frostrósarstelpunum og búin að grafa fyrir sökkli á 300 fm gestahúsi á gatnamótunum hjá Thelmu systir. Vildi að hún vaknaði á hverjum degi við raddaðann söng þessara "barna" minna.
Þetta var ég búin að plana allt saman en síðan fór Ísland á hausinn og fólk varð bara reitt við svona flottar hugmyndir. Við erum jú búin að vera í samfélagi þar sem það þótti ekkert merkilegt ef þú fékkst Elton John til að syngja í afmælinu þínu nema ef hann kæmi fljúgandi á gylltum svifdreka yfir hafið í bol sem mamma hans hafði saumað á þig. Mér finnst erfitt að skipta um gír! Var orðin vön því að vera milljóna blind og veruleikafirrt gagnvart hlutum sem ég gat gert fyrir peninga og "the sky was the limit" í öllu sem mig langaði að gera. Allt í einu er fótunum kippt undan mér og á einni nóttu breyttist allt, ég verð núna að fara í bæinn eins og allir aðrir og kaupa leiðinlegar jólagjafir á venjulegu verði.........hundleiðinlegt!
Ég á síðan afmæli í febrúar og ætli ég þurfi ekki bara að baka köku eins og í gamla daga og afpanta Roxette og Jodie Foster sem ætlaði að vera veislustjóri!
Já kreppa er hundleiðinlegt fyrirbæri og ég get ekki beðið þangað til allir eru búnir að gleyma henni.
p.s Hvernig býr maður til jólagjafir sjálfur, hef lesið um það í bókum að fólk átti til að gera það í harðindum!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.5.2008 | 09:40
sásemkomfyrsturferáframhinirútíkant umferðin
Ég ætla að taka mér frí í dag! Enda merkisdagur! Hægri umferð er 40 ára gömul í dag. Annars finnst mér þá að dagurinn í gær hafi líka átt að vera merkisdagur því þá hlýtur að vera 40 ár síðan vinstri umferð var síðast. Síðan er það mín skoðun að morgundagurinn eigi að vera frídagur einnig þar sem klárlega það er annar í hægri umferð.
Ég fæ alltaf svona aumingjahroll þegar það er verið að gefa einhverjum dögum tengingu við atburði eða hluti. T.d dagur bókarinnar, bókin hefur ekki hugmynd af öllum þeim hátíðarhöldum sem brjótast út á þeim degi og allt verður vitlaust um allt land. Landinn rífur bækur úr hillum og sleppir sér í stjórnlausri gleði uppá þökum og úti á götum vegna þess að það er dagur bókarinnar!
Í fyrra var mér þó allri lokið. Á öllum strætóskýlum voru plaköt sem kynntu með stolti að "Samgönguvikan" væri að fara að byrja! Ég bilaðist úr spenningi. Svaf ekkert í marga daga á undann og reyndi að kynna mér það sem var í boði vegna þessa. Tveim dögum fyrir Samgönguvikuna var heilssíða í mogganum sem kynnti rækilega fyrir mér hvað væri í boði þessa viku og við lesturinn ákvað ég að taka mér frí þessa viku til að geta hellt mér úti samgönguvikuna af einlægni. Það sem var í boði voru fyrirlestrar, stætóferðir, kynningar á framtíðarlausnum í vegagerð og ágrip af samgöngum fyrri tíma. Þetta hljómaði svo spennandi að ég hringdi í BROS BOLI og lét gera bol fyrir mig sem á stóð "vegir liggja til allra átta".
Uppáhalds fyrirlesturinn minn var um bundið slitlag og misjafna áferð þess á norðurlöndunum, en svo kom reyndar sterkt inní annað sætið fyrirlesturinn um sement og fólk sem var hádramatískur upplestur og ég stóð sjálfa mig aðþví að tárast við hlustun. Það var svaka gaman í stætó þessa vikuna þar sem djúpur undirtónn samgönguvikunnar myndaði ákveðna stemningu frá Lækjatorgi að Hlemmi og ég sat stolt í rifnu sæti fyrir aftan sofandi ungling hugsandi stöðugt um samgöngur.
Nú vona ég að hann frændi minn samgönguráðherra ákveði að hafa ekki bara samgönguviku heldur samgöngu áratug þar sem farið verður að nota alla þessar góðu hugmyndir um bundið slitlag og öryggi í umferðinni á t.d vestfirði og aðra vegi útá landsbyggðinni. Það má alveg sleppa öllum gjörningum fyrir framan sjávarútvegsráðuneytið og fara bara beint í það að tvöfalda hringveginn og já hreinlega bara að klára að leggja hann. Það nefnilega skiptir ekki máli hvort það sé hægri eða vinstri umferð á hringveginum því á mörgum stöðum er bara pláss fyrir eina umferð og hún er sásemkomfyrsturferáframhinirútíkant umferðin.
Hvað ætli margir frá Vopnafirði komist í hátíðarhöldin niðrí miðbæ Reykjavíkur af tilefni þessa dags???? Enginn! Vegurinn þar er ónýtur nefnilega..
Hægri umferð 40 ára gömul | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william